Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Landbúnaðarháskólinn efnir til endurmenntunarnámskeiðs um sauðfjársæðingar.
Mynd / sá
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskeiða um sauðfjársæðingar út um landið.

Um þessar mundir er mikil áhersla á sæðingar verndandi eða mögulega verndandi arfgerða gegn riðuveiki og því mikil tækifæri sögð fólgin í að endurmennta bændur í sauðfjársæðingum með reyndum dýralækni og kennara. Er námskeiði Endurmenntunar LbhÍ um sauðfjársæðingar ætlað að koma til móts við sem flesta starfandi sauðfjárbændur og aðra sem hafa áhuga á að starfa, eða starfa nú þegar, við sauðfjársæðingar.

Í kynningarefni segir að í bóklega hluta námskeiðsins verði farið yfir sögu sauðfjársæðinga, æxlunarfærum sauðkinda lýst og greint frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra. Áhersla verði lögð á að fjalla um sæðingar, hvernig best sé að standa að þeim, hvenær rétti sæðingatíminn er og í hverju samstilling gangmála er fólgin.

Í verklega hlutanum verður meðferð sæðis og verklag við sæðingar kennd í fjárhúsi þar sem einnig á að ræða um smitvarnir. Eiga nemendur að námskeiði loknu að geta sætt ær og sagt til um hvernig bestum árangri verður náð.

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir kennir á námskeiðinu en hann hefur áralanga reynslu af að kenna sauðfjársæðingar á vegum Endurmenntunar LbhÍ. Námskeiðin verða haldin í samstarfi við búnaðarsambönd víða um land. Til stendur að halda námskeiðin hjá LbhÍ á Hvanneyri, að Stóra- Ármóti við Selfoss, á Blönduósi, í Búgarði í Eyjafirði og að Ýdölum við Húsavík. Þau fara fram dagana kringum mánaðamótin nóvember/desember nk.

Skylt efni: sauðfjársæðingar

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturland...

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskei...

Tveir fjölónæmir
Fréttir 26. september 2024

Tveir fjölónæmir

Árið 2023 voru níu Salmonella-stofnar úr stroksýnum við slátrun svína næmisprófa...

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi
Fréttir 26. september 2024

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi

Bú víða af Norðurlandi hafa þurft að leita eftir stuðningi hjá Bjargráðasjóði ve...

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslust...

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu
Fréttir 23. september 2024

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu

Bændurnir í Sölvanesi í Skagafirði eru einu sauðfjárbændurnir á Íslandi sem stun...

Vilja flýta innviðauppbyggingu
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfja...