Á Flatey á Mýrum í Hornafirði var ræktað bygg á um 140 til 150 hekturum.
Á Flatey á Mýrum í Hornafirði var ræktað bygg á um 140 til 150 hekturum.
Mynd / Flateyjarbúið
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturlandi var veður mjög óhagstætt kornbændum, en á heildina litið virðist veður hafa verið ágætt í Eyjafirði og á Suðurlandi.

„Það má almennt segja um Skagafjörðinn og kornræktarsvæðin vestan við hann að kornuppskeran verði léleg,“ segir Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Sumir af kornbændunum verða ekki með neitt núna. Einhverjir náðu ekki að sá vegna ótíðarinnar snemma sumars og svo eru aðrir búnir að gefast upp á því að fá nokkra uppskeru og hafa því slegið hálminn bara. Þetta hefur verið bara einfaldlega blautt og sólarlítið og kornið því yfirhöfuð slakt á þessu svæði, þó það geti auðvitað verið einhverjar örfáar undantekningar á því,“ segir Eiríkur. Hann telur að svipað gildi um Þingeyinga – en almennt hafi ástandið verið þannig á Norðurlandi í vor að ekki var hægt að sá fyrr en mjög seint.

„Ég hef svo sem ekki kannað stöðuna alveg nýlega en veit þó að það var frábært sumar undir Eyjafjöllum og gott víða á Suðurlandi. Á Vesturlandi var sumarið mjög blautt, enþámáveraaðþaðhafiþóræstúr þessu á einhverjum bæjum,“ segir Eiríkur enn fremur.

Minni rúmþyngd en í fyrra

Björgvin Þór Harðarson, korn- og svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, er með sína kornakra í Gunnarsholti á Rangárvöllum. „Við erum nú ekkert byrjaðir að ráði að þreskja, erum að bíða eftir að það þorni nægilega. Reyndar skárum við smá hluta nýlega, íslenska yrkið kríu sem var sáð 3. maí og kemur vel út.

En almenn má segja að það stefni í ágæta uppskeru í rúmmetrum talið, en rúmþyngdin verður minni en í fyrri. Ástæðan er fyrst og fremst kalt sumar og það vantaði meiri sól í júlí og ágúst.“

Mjög lítill hluti af byggyrkjunum sem Björgvin notar er kría. Hann er aðallega með sexraða erlent kornyrki. „Það hefði verið kostur að vera með meira hlutfall af kríunni núna því hún er að skila meiri uppskeru, hún gerir minni kröfur um sumarhitann. Hún er að því leytinu góð að hún skilar sinni uppskeru nánast alltaf, en með þeim takmörkunum að hún fer tæpast yfir þrjú tonn á hektara. Til að hafa stöðugleikann þarf maður að hafa kríuna með, en núna var bara erfitt fyrir mig að fá fræ,“ segir Björgvin sem er með um 240 hektara undir byggræktuninni, sem er svipað og í fyrra, en einnig 40 hektara í hveiti og 40 hektara í nepju. Hann vonast til að fá um 800 til 1.000 tonna uppskeru, sem verður notuð í búreksturinn í Laxárdal.

Kapphlaup við álftina

Birgir Freyr Ragnarsson er bústjóri á kúa- og kornræktarbýlinu Flatey á Mýrum í Hornafirði, þar sem ný kornþurrkstöð var tekin í gagnið fyrir um ári síðan, sem getur afkastað um 60–70 tonnum af þurru byggi á sólarhring. „Það gengur bara vel, erum hálfnuð með þreskingu og verið bara fínasta uppskera. Reyndar erum við í hálfgerðu kapphlaupi við álftina og erum með bara fastan starfsmann í að reyna að halda henni frá.

Þetta svo sem leit ekki vel út framan af, enda var bæði þurrt og kalt. Svo rigndi mjög mikið eftir verslunarmannahelgi, en svo varð þetta eiginlega miklu betra en maður þorði að vona og kornið þroskaðist snemma. Við byrjuðum að þreskja 10. september og rakinn þá 25 prósent, sem verður að teljast mjög fínt svo snemma í september. Við náðum líka að sá snemma, á sumardaginn fyrsta, 25. apríl.“

Stórt kornsíló

Birgir segir að um 140 til 150 hektarar séu undir byggræktuninni, sem sé svipað og í fyrra, og svo sé aðeins verið að prófa hveitiræktun. Mest sé af íslensku yrkjunum kríu og smyrli. Þau séu fyrr til og mjög stöðug. Hann vonast til að fá um 4–500 tonna bygguppskeru, sem sé svipað og í fyrra.

Svolítið af uppskerunni er notað á kúabúinu, en svo kaupir Fóðurblandan líka talsvert beint en hún er annar tveggja eigenda Flateyjarbúsins, ásamt Skinney- Þinganesi. „Við byggðum stórt kornsíló núna síðsumars og því er komin hér mjög góð aðstaða, enda vonumst við til að hér muni með tíð og tíma verða gott félagsstarf kornbænda sem starfi saman í kornsamlagi. Hér eru enda mjög góðar náttúrulegar aðstæður til að byggja upp öfluga kornrækt,“ segir Birgir.

Um 100 tonna afkastageta

„Við erum að klára uppsetningu á stöðinni núna í vikunni, en það má ekki seinna vera því kornið hér er allt löngu orðið tilbúið,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, kúa- og kornbóndi í Klauf, sem er í hópi nokkurra kornbænda sem standa saman að því að reisa kornþurrkstöð inni í Eyjafirði. „Við bindum vonir við að geta farið að þurrka korn fyrir lok vikunnar.“

Að sögn Hermanns er von á vinnuhópi til landsins í vikunni til að klára uppsetninguna, afkastageta stöðvarinnar verður um 100 tonn á sólarhring af þurru korni. „Við bíðum núna bara spenntir eftir að geta farið að þurrka. Kornið lítur mjög vel út, tíðin var góð hér inni í Eyjafirðinum – júlí alveg frábær til dæmis. En auðvitað var sáð mjög seint og hér utarlega í Eyjafirðinum verður varla nein uppskera að ráði hjá þeim sem ekki gátu sáð fyrr en í júní. Annað sem komst niður á skikkanlegum tíma lítur vel út.

Ég bjóst nú ekki við miklu í byrjun júní þegar kornið var undir svona 15 sentimetrum af snjó. Ef það kemur ekki eitthvað hret núna áður en við byrjum að þreskja, þá verður þetta bara flott,“ segir Hermann, sem er með um 30 hektara undir byggræktun. Hann segist eingöngu nota smyril nú sem fyrr enda beri hann höfuð og herðar yfir önnur yrki, hvað varðar þroska og stöðugleika.

Nýja kornþurrkstöðin sem rís nú í Eyjafirði. Mynd / Hermann Ingi

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum
Fréttir 26. september 2024

Uppskeran misjöfn eftir landshlutum

Tíðarfar til kornræktar í sumar var misjafnt eftir landshlutum. Á Norðvesturland...

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða
Fréttir 26. september 2024

Sæðingar á tímum verndandi arfgerða

Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) efnir á næstunni til fimm námskei...

Tveir fjölónæmir
Fréttir 26. september 2024

Tveir fjölónæmir

Árið 2023 voru níu Salmonella-stofnar úr stroksýnum við slátrun svína næmisprófa...

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi
Fréttir 26. september 2024

Bændur þurfa að kaupa talsvert af heyi

Bú víða af Norðurlandi hafa þurft að leita eftir stuðningi hjá Bjargráðasjóði ve...

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu
Fréttir 25. september 2024

Ályktað um lúpínu og upplýsingaóreiðu

Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands hvetur vísindamenn með akademískar kennslust...

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu
Fréttir 23. september 2024

Greiða sjálf fyrir lífræna vottunarferlið í sláturhúsinu

Bændurnir í Sölvanesi í Skagafirði eru einu sauðfjárbændurnir á Íslandi sem stun...

Vilja flýta innviðauppbyggingu
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfja...