20-23. janúar 2020

Fræðslufundir Líflands 2020 – Þorraþræll

Lífland verður með sína árlegu fræðslufundi fyrir bændur á sex stöðum á landinu dagana 20. til 23. janúar 2020.
 
Aðalefni fundanna að þessu sinni verður:
  • Verkun gróffóðurs í stæður og flatgryfjur – skilvirk notkun eigin fóðurs.
  • Stæðugerð virðist vera hægt og bítandi að ryðja sér til rúms hér á landi enda getur slík verkun dregið úr kostnaði og minnkað plastnotkun á búum. Farið verður yfir verkun gróffóðurs í stæður, hvað þurfi að hafa í huga við slíka verkun til að hámarka nýtingu hráefna og hvernig best sé að gefa slíkt fóður. Einnig verður farið yfir grunnatriði í fóðurfræði mjólkurkúa og notkun byggs í fóðri þeirra. 
  • Sérfræðingar frá ráðgjafarfyrir­tækinu Trouw Nutrition, þeir Gerton Huisman og Egbert Roordink, munu fjalla um þetta efni og verða erindin lauslega túlkuð á íslensku. 
Fundirnir verða haldnir á eftir­farandi stöðum:
 
Mánudagur 20. janúar:
Verslun Líflands, Hvolsvelli kl. 20.30
 
Þriðjudagur 21. janúar: 
Kaffi Sel, Flúðum kl. 11.30 
Verslun Líflands, Borgarnesi kl. 20.30
 
Miðvikudagur 22. janúar:
Verslun Líflands, Blönduósi kl. 20.30
 
Fimmtudagur 23. janúar:
Hótel Varmahlíð kl. 11.30
Verslun Líflands, Akureyri kl. 20.30
 

Á döfinni