Fundargestir á undirbúningsstofnfundinum þann 3. september síðastliðinn.
05. nóvember 2019

Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla

Stofnfundur Samtaka smá­framleiðenda matvæla verður haldinn þann 5. nóvember næst­komandi á Hótel Sögu, í fundarsalnum Kötlu, á 2. hæð Hótel Sögu. Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum Zoom fjarfundabúnaðinn frá klukkan 11.30 til 12.15.

Hlekkinn inn á fjarfundinn verður hægt að nálgast í Facebook-hópi samtakanna. Þeir sem ætla að taka þátt í gegnum hann þurfa að hlaða niður forritinu sem hægt er að nálgast endurgjaldslaust á zoom.us. 

Á döfinni