Fólk

Lögleg heimaslátrun styður bændur í Bandaríkjunum

Á vordögum 2019 birtust nokkrar greinar í Bændablaðinu [8., 9., 10. og 12. tbl. 2019] um regluverk og ríkisafskipti af heimaslátrun. Í kjölfarið komst á samband með höfundum þessarar greinar og er rétt að kynna Selmu Bjarnadóttur fyrir lesendum Bændablaðsins.

Fjölmörg tækifæri í boði fyrir unga bændur

Umhverfismál og framtíð land­búnaðar voru til umræðu á afmælis­málþingi Samtaka ungra bænda (SUB ) sem haldið var á Hótel Sögu föstudaginn 25. október undir yfirskriftinni Ungir bændur – búa um landið. Samtökin fagna tíu ára afmæli um þessar mundir.

Fær bændur til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta og hugsa í nýsköpun

Árangur verkefna sem fylkisstjórinn í Nordland-fylki í Noregi hefur staðið fyrir síðastliðin 10 ár hafa vakið athygli í Noregi og víðar. Þar er fléttað saman verkefnum til að auka ferðaþjónustu í fylkinu ásamt því að fá bændur í meira mæli með til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta með því að hugsa í nýsköpun.

Hjálmsstaðir 1

Daníel Pálsson er alinn upp á bænum Hjálmsstöðum í Laugardal í Bláskógabyggð og tekur við jörðinni af afabróður sínum.

Dansandi snjór

Nú fer að kólna og þá er nú gott að hafa hlýja og fallega húfu til að skella á höfuðið. Húfan er fljótprjónuð úr hinu vinsæla Drops Air og Brushed Alpaca Silk. Uppskrift að kraganum getur þú nálgast frítt á netinu hjá Garnstudio.com, mynstur ai-135.

Lífslög Sigurðar dýralæknis á tveim geisladiskum

Sigurður Sigurðarson dýralæknir kann ýmislegt fleira fyrir sér en að hjálpa dýrum í heilsufarsvanda. Hann ólst upp við tónlist og hefur frá barnsaldri fengist við að semja lög og líka texta. Nú hefur hann með aðstoð landsþekktra listamanna sett 60 af lögum sínum á tvo geisladiska og fylgir þeim kver með textum.

Rauðspretta og grænmeti

Það er gott að blanda saman fisk við ferskt grænmeti og þá er flatfiskur góður kostur, því hann er fljóteldaður á pönnu og grænmeti er svo bætt við til að minnka uppvask.