Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Norður-Hvoll
Bóndinn 19. júní 2020

Norður-Hvoll

Ábúendurnir á Norður-Hvoli fluttu þangað árið 1984. Þar hafði þá ekki verið stundaður búskapur í nokkurn tíma. Áður höfðu afi og amma Einars, Kristín Friðriksdóttir og Kristján Bjarnason, búið á jörðinni um margra áratuga skeið.
 
 
Býli:  Norður-Hvoll.
 
Staðsett í sveit:  Mýrdalshreppi, Vestur-Skaft.
 
Ábúendur: Einar Magnússon og Birna Viðarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum einn son, Hauk. Hann býr í Reykjavík ásamt sambýliskonu sinni, Önnu Kristínu Guðnadóttur, og tveggja ára syni þeirra, Baltasar Þór. Og svo eigum við tíkina Pílu.
 
Stærð jarðar?  400 hektarar.
 
Gerð bús? Við erum aðallega í gulrófnarækt, en einnig sauðfjár- og hrossabúskap.
Fjöldi búfjár og tegundir? 150 vetrarfóðraðar kindur og  20 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjög mismunandi, enginn dagur eins. Mest að gera vor og haust. Sauðburður á vorin, undirbúa garðland, sá rófufræjum og setja netdúka yfir. Á haustin er það rófuupptaka og sláturtíð. Veturnir fara í að vinna við rófusendingar og gefa skepnunum. Á sumrin er helst „frí“, þarf reyndar að heyja.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ætli heyskapurinn sé ekki skemmtilegastur, sauðburður reyndar líka þegar vel gengur. Fátt leiðinlegt ef allt gengur vel.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi svipaðan.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Í aukinni grænmetisframleiðslu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, súrmjólk, ostur, egg og rabarbarasulta.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við mættum óvænt nýköstuðu folaldi í snjóskafli á nýársdag.
 
Anna Kristín, Baltasar Þór og Haukur.
 
Píla.
Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...

Kirkjubær
Bóndinn 17. október 2023

Kirkjubær

Við höfum búið í Kirkjubæ í 8 ár, fluttum beint þangað þegar við útskrifuðumst f...