Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stóra-Ármót
Bóndinn 26. september 2019

Stóra-Ármót

Stóra-Ármót hefur verið í eigu Búnaðarsambands Suðurlands frá því 1979.  Hér hefur verið rekið tilraunabú í nautgriparækt, lengst af í samstarfi við Bændaskólann á Hvanneyri, seinna LbhÍ. 

Búrekstur á Stóra-Ármóti er í höndum bústjóra og hafa Hilda og Höskuldur sinnt því starfi frá því í september 2001.

Býli: Stóra-Ármót. 

Staðsett í sveit:  Flóahreppur.

Ábúendur: Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk okkar hjóna þá eru það börnin 5;  Helga Margrét,  Hannes, Hólmar, Hallgerður og Hanna Dóra. Tíkarkjáninn Píla og meindýravarnirnar í fjósinu (lesist kettirnir) Ponta, Klói og Steypa.

Stærð jarðar?  650 ha.

Gerð bús? Blandaður búskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkur­kýrnar á búinu eru um 50 talsins og kvígur og kálfar í samræmi við það. Sauðfé um 145 hausar á vetrarfóðrum og svo eigum við prívat einhver 10 hross sem aðallega sjá um að hreinsa vegkanta og snyrta í kringum bæinn.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst og síðast morgna og kvöld eru fjósverkin og svo annað tilfallandi þar á milli.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest er skemmtilegt þegar vel gengur, hins vegar er alltaf leiðinlegt að þurfa að farga  skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er, hugsanlega aukin mjólkur­framleiðsla til að fullnýta aðstöðuna sem er til staðar.

Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Þakklát þeim sem gefa sig í þá vinnu. Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverk og sjaldnast að allir séu sáttir við það sem gert er. 

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Ef fólk áttar sig á því að við eigum að kaupa það sem framleitt er næst okkur þá vegnar honum vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Fyrst og fremst á að einblína á að uppfylla innan­lands­markaðinn.  

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sitt sýnist hverjum um það. Lambahryggurinn á jólunum ofarlega á blaði hjá flestum, yngri kynslóðin yfirleitt hamingjusöm með heimagerða pitsu og steiktur fiskur í raspi kemur líka sterkur inn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fjósbreytingarnar haustið 2017 voru skemmtilegar og gott þegar loksins tókst að hýsa kýrnar það árið. Eftirminnilegra hjá flestum fjölskyldumeðlimum er þó smalabrjálæði húsbóndans og annars sonarins þegar rekið var í fyrsta skipti  inn í ný fjárhús 2015, enda fór fjarri því að blessuð sauðkindin vildi fara þangað sem ætlast var til.

5 myndir:

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...

Allir vegir færir
Bóndinn 8. mars 2024

Allir vegir færir

Steinþór Logi Arnarsson og Eydís Anna Kristófersdóttir, sauðfjárbændur í Stórhol...

Forréttindastarf
Bóndinn 23. febrúar 2024

Forréttindastarf

Hjörvar Ágústsson hrossaræktarbóndi gefur hér lesendum innlit í líf og starf fjö...

Enginn dagur eins
Bóndinn 9. febrúar 2024

Enginn dagur eins

Óli Finnsson er garðyrkjubóndi ásamt Ingu Sigríði Snorradóttur. Þau fluttu árið ...

Horfir fram á veginn
Bóndinn 26. janúar 2024

Horfir fram á veginn

Ísak Jökulsson bóndi rekur búið Ósabakka ehf. í samvinnu við föður sinn, Jökul H...

Draumur varð að veruleika
Bóndinn 12. janúar 2024

Draumur varð að veruleika

Hjónin Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvi Guðni Ingimundarson tóku við búi foreldr...

Vesturkot
Bóndinn 8. nóvember 2023

Vesturkot

Vesturkot er vestasti bærinn á Ólafsvallartorfunni og lengst af hefur verið reki...