Fólkið sem erfir landið 28. janúar 2020

Íslenska sauðkindin er í mestu uppáhaldi

Siggi er sveitastrákur af gömlu gerðinni og veit fátt betra en að göslast áfram. Hann hefur alla sína ævi átt heima á Höfða og kann best við sig þar.  
 
Nafn: Sigurður Einar Þorkelsson.
 
Aldur: 13 ára.
 
Stjörnumerki: Ljón.
 
Búseta: Höfði 1, Grýtubakkahreppi.
 
Skóli: Grenivíkurskóla.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að pirra mömmu í stærðfræði.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Íslenska sauðkindin.
 
Uppáhaldsmatur: Íslenskt lamba­kjöt.
 
Uppáhaldshljómsveit: Creedence Clearwater Revival.
 
Uppáhaldskvikmynd: Dalalíf.
 
Fyrsta minning þín? Þegar mamma náði að keyra yfir tófu á fólksbíl.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég spila á harmónikku.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Sauðfjárbóndi.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að smíða fjárkerru í leyfisleysi.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt á nýju ári? Fara til Tene.
 
Næst » Sigurður Einar skorar á Mikael Jens Halldórsson í Fljótum að svara næst.