Hannyrðahornið 04. nóvember 2019

Dansandi snjór

Handverkskúnst
Nú fer að kólna og þá er nú gott að hafa hlýja og fallega húfu til að skella á höfuðið. Húfan er fljótprjónuð úr hinu vinsæla Drops Air og Brushed Alpaca Silk. Uppskrift að kraganum getur þú nálgast frítt á netinu hjá Garnstudio.com, mynstur ai-135.
 
Stærðir: S/M (M/L) L/XL.
Höfuðmál:  ca 54/56 (56/58) 58/60 cm.
Garn:
- Drops Air rjómahvítur nr 01: 50 (50) 50 g og notið
- Drops Brushed Alpaca Silk rjómahvítur nr 01: 25 (25) 25 g
 
Prjónar: Sokka- og hringprjónn 40 cm, nr 7 – eða sú stærð sem þarf til að fá 12 lykkjur á breidd í sléttu prjóni með 1 þræði af hvorri tegund = 10 cm. 1 mynstureining A1 = 4 cm á breidd.
 
 
HÚFA: Fitjið upp 48 (52) 56 lykkjur á hringprjón nr 7 með 1 þræði af Air og 1 þræði af Brushed Alpaca Silk (= 2 þræðir). Snúið stykkinu og prjónið síðan í hring þannig: Prjónið 1 umferð brugðna. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) alls 10 cm. Festið prjónamerki í síðustu umferð á stroffi, héðan er nú mælt. Prjónið nú mynstur A1 (= 12 (13) 14 mynstureiningar með 4 lykkjum). Eftir útaukningu í fyrstu umferð eru 60 (65) 70 lykkjur í umferð. Þegar A1 hefur verið prjónað til loka á hæðina,eru síðustu 6 umferðirnar á hæðina endurteknar þar til stykkið mælist 15 (16) 17 cm (nú eru eftir ca 6 cm til loka) – stillið af þannig að næsta umferð sem er prjónuð sé síðasta umferð í A.1 Nú er síðasta umferð í A.1 prjónuð og fækkað er um 1 lykkju brugðna í hverri einingu með brugðnum lykkjum með því að prjóna 2 lykkjur brugðnar saman (= 12 (13) 14 lykkjur færri í umferð) = 48 (52) 56 lykkjur. Prjónið síðan A.2 (= 4 lykkjur) yfir hverja mynstureiningu A.1, en passið uppá að síðustu 6 umferðirnar í A.1 hafa verið prjónaðar til loka á hæðina áður en byrjað er með A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 36 (39) 42 lykkjur á prjóninum. Prjónið 0 (1) 0 lykkju slétt, prjónið síðan 2 og 2 lykkjur slétt saman = 18 (20) 21 lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 31 (32) 33 cm. Brjótið uppá stroff þannig að það verði uppábrot ca 5 cm. Húfan mælist ca 26 (27) 28 cm með 5 cm uppábroti.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is