Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hlý vetrarhúfa
Hannyrðahornið 13. janúar 2020

Hlý vetrarhúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónuð húfa með áferð og dúsk, hálsklútur með kögri úr DROPS Eskimo. 
 
Stærð: 
S/M – M/L.
 
Höfuðmál: ca 54/56 – 56/58 cm.
 
Efni: DROPS ESKIMO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki E)
150-150 g litur 85, karrí
50 g litur 57, sæblár
 
PRJÓNFESTA:
11 lykkjur á breidd og 15 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.
11 lykkjur á breidd og 18 umferðir á hæð með mynstri A.1 = 10 x 10 cm.
 
PRJÓNAR: DROPS HRINGPRJÓNAR NR 7: lengd 40 cm fyrir stroff.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 8: lengd 40 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 8.
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3.
 
Úrtaka (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 64 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 6,4. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman.
 
HÚFA: Fitjið upp 64 (68) lykkjur á hringprjón nr 7 með Eskimo. Tengið í hring, setjið prjónamerki sem marker upphaf umferðar og prjónið 1 umferð brugðið. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 11 cm. Skiptið yfir á hringprjón nr 8. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-12 lykkjur jafnt yfir = 54 (56) lykkjur. Prjónið A.1 hringinn í 13 (14) cm – stillið af að endað sé eftir síðustu umferð í mynsturteikningu. Nú byrjar úrtakan: Prjónið 0 (2) lykkjur með mynstri A.1 eins og áður, *A.2 (= 11 lykkjur), A.3 (= 7 lykkjur)*, prjónið frá *-* alls 3 sinnum á breidd. Þegar mynsturteikningin hefur verið prjónuð til loka á hæðina, eru 18 (20) lykkjur eftir í umferð. Prjónið 1 umferð slétt þar sem prjónaðar eru 2 og 2 lykkjur slétt saman = 9 (10) lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 32 (33) cm. Dúskur: Gerið lausan og stóran dúsk ca 12 cm að þvermáli með 6 þráðum karrý og 1 þræði sæblár. Saumið dúskinn niður efst á húfuna.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...