Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ljósmæðratuskan
Hannyrðahornið 4. október 2019

Ljósmæðratuskan

Höfundur: Handverkskúnst
Ljósmæðrateppið hefur verið mjög vinsælt síðustu árin enda afskaplega fallegt teppi. Ég var svo hrifin af þessu mynstri að ég ákvað að yfirfæra það í tusku og finnst útkoman bara nokkuð vel heppnuð. 
 
Garn:  Scheepjes Cotton 8 eða Scheepjes Sunkissed, 1 dokka, fæst hjá Handverkskúnst.
 
Heklunál: 3 mm 
 
Stærð tusku með kanti: B 24 x L 22 cm. 
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, L – lykkja, LL – loftlykkja, FP – fastapinni, ST – stuðull, LL-bil – loftlykkjubil. 
 
Hekið 57 LL 
 
1. umf: Heklið 1 ST í fjórðu LL frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er teljast sem 1 ST), 1 ST í allar L. (54 ST)
 
2.-3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 53 L. 
 
4. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L.
 
5. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L (líka LL-bil), 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L. 
 
6. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 7 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 ST. 
 
7. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 3 L, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L. 
 
8. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 6 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 2 ST, 1 FP í LL-BIL, 3 LL, sl. 2 ST, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 30 L. 
 
9. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í LL-BIL, 3 LL, sl. 1 FP, 2 ST í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L. 
 
10 umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 3 ST í LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 L. 
 
11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L.
 
Endurtakið 4.-11. umf tvisvar sinnum til viðbótar. 
 
28. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L. 
29.-31. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 53 L.
 
Heklið 1 umferð af FP í kringum tuskuna og heklið svo 1 umferð af krabbahekli.
 
Vona að ykkur líki tuskan jafn vel og okkur.
 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal