Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Refahúfa
Mynd / Handverkskúnst
Hannyrðahornið 28. nóvember 2018

Refahúfa

Höfundur: Handverkskúnst
Falleg húfa með refamynstri á börn, prjónuð úr Drops Lima sem er á 30% afslætti hjá Handverkskúnst. 
 
Stærðir:  3/7 (8/12) ára
Höfuðmál: 50/52 (53/55) cm
Garn: Drops Lima fæst í Handverkskúnst
- gráblár nr 6235: 50 (100) g
- ryðrauður nr 0707: 50 (50) g
- natur nr 0100: 50 (50) g
Og notið líka afgang af svörtu garni fyrir augu og nef.
 
Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónn, 40 cm nr 3 og 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 22L og 30 umf í sléttu prjóni verði 10x10 cm.
 
Mynstur: Sjá teikningu A.1 fyrir stærð 3/7 ára og A.2 fyrir stærð 8/12 ára, allt mynstrið er prjónað slétt í hring.
 
HÚFA:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna og síðan á sokkaprjóna þegar lykkjum fækkar.
 
Fitjið upp 104 (120) lykkjur á hringprjóna nr 3 með grábláum. Prjónið stroff 3 sm (2 sl, 2 br). Skiptið yfir á hringprjóna nr 3,5 og prjónið 1 umf slétt og fækkið um 4 (10) lykkjur jafnt yfir = 100 (110) lykkjur. Prjónið mynstur A1 (A2) = 5 mynstureiningar hringinn.
 
Eftir mynstur prjónið áfram slétt með grábláum þar til stykkið mælist 14 (16) cm, setjið nú 7 prjónamerki í stykkið þannig: 
 
Stærð 3/7 ára: 14-14-15-14-14-15-14 lykkjur á milli merkja.
Stærð 8/12 ára: 16-16-15-16-16-15-16 lykkjur á milli merkja.
 
Í næstu umf er fækkað um 1 lykkju eftir hvert prjónamerki með því að prjóna 2 slétt saman. Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf 4 (6) sinnum til viðbótar og síðan í hverri umf 7 (7) sinnum = 16 (12) lykkjur eftir á prjónunum. Prjónið 2 og 2 saman út umf = 8 (6) lykkjur. Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru og herðið að. Húfan mælist ca 19 (22) cm á hæðina. Saumið út augu og nef með lykkjuspori eftir teikningu.
 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is 
 
Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL

Þykk og góð hipsterhúfa
Hannyrðahornið 20. febrúar 2024

Þykk og góð hipsterhúfa

Fljótprjónuð húfa úr DROPS Snow á prjóna númer 7. Snow er ullargarn sem fæst í 5...

Yrja vettlingar
Hannyrðahornið 6. febrúar 2024

Yrja vettlingar

EFNI: 75g Hörpugull og sauðalitaður þingborgarlopi – undið tvöfalt

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin
Hannyrðahornið 23. janúar 2024

Kaðlasmekkur fyrir litlu krílin

Prjónaður smekkur fyrir börn úr DROPS Safran. Stykkið er prjónað fram og til bak...

Jólahúfa
Hannyrðahornið 19. desember 2023

Jólahúfa

Ein stærð

Jólakósí
Hannyrðahornið 11. desember 2023

Jólakósí

Prjónuð flöskuhulstur úr DROPS Nepal

Lopagleði
Hannyrðahornið 27. nóvember 2023

Lopagleði

Lopagleði er sjal eða teppi og passar á alla! Hún nýtist á svölum sumarkvöldum í...