Fólk / Líf og starf

Fjölmörg tækifæri í boði fyrir unga bændur

Umhverfismál og framtíð land­búnaðar voru til umræðu á afmælis­málþingi Samtaka ungra bænda (SUB ) sem haldið var á Hótel Sögu föstudaginn 25. október undir yfirskriftinni Ungir bændur – búa um landið. Samtökin fagna tíu ára afmæli um þessar mundir.

Lífslög Sigurðar dýralæknis á tveim geisladiskum

Sigurður Sigurðarson dýralæknir kann ýmislegt fleira fyrir sér en að hjálpa dýrum í heilsufarsvanda. Hann ólst upp við tónlist og hefur frá barnsaldri fengist við að semja lög og líka texta. Nú hefur hann með aðstoð landsþekktra listamanna sett 60 af lögum sínum á tvo geisladiska og fylgir þeim kver með textum.

Langspilsvaka á Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum

Helgina 26.–27. október fer fram Lang­spils­vaka á Íslenska bænum í Austur-Meðalholtum, tónlistarhátíð tileinkuð íslenska langspilinu.

Þangsoð og japanskt lambakarrí

Á dögunum stóð Hótel- og matvæla­­skólinn í Kópavogi fyrir nýstárlegum viðburði í sam­vinnu við sendiráð Japans á Íslandi, þegar nemendur á sérstöku nám­skeiði við skólann voru kynntir fyrir nokkrum grundvallarþáttum í japanskri matargerð – með sérstaka áherslu á lambakjöt sem hráefni.

Byggja upp lífrænt vottað garðyrkjubýli í Hörgársveit

Í undanförnum tölublöðum Bændablaðsins hefur verið fjallað um aðlögunarstyrki fyrir lífræna framleiðsluhætti sem Búnaðarstofa Matvælastofnunar úthlutar ár hvert. Mæðgurnar Nanna Stefánsdóttir og Sunna Hrafnsdóttir stýra garðyrkjunni á Ósi í Hörgársveit, en þær hafa tvisvar fengið úthlutað styrkjum til aðlögunar og hafa nýlega fengið sitt land vottað.

Lífgrös og leyndir dómar

Lækningajurtir og saga lækninga eru viðfangsefni bókar­innar Lífgrös og leyndir dómar sem dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þjóð­fræðingur er að senda frá sér. Í bókinni er meðal annars fjallað um gamlar íslenskar lækningabækur og hvernig þekking á íslenskum lækninga­grösum safnaðist saman, blandaðist um tíma hjátrú og göldrum, en varð um síðir að þeim grasalækningum og lyfjaiðnaði sem við þekkjum í dag.

Stunda blandaðan búskap með menningartengda ferðaþjónustu og matvælavinnslu

Hjónin Svavar Pétur Eysteinsson og Berglind Häsler búa á Karls­stöðum í Berufirði og stunda þar blandaðan búskap með menningu, matvælaframleiðslu og ferða­þjónstu undir vörumerkinu Havarí.