Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Barnavettlingar með norrænu mynstri
Líf og starf 11. febrúar 2020

Barnavettlingar með norrænu mynstri

Höfundur: Handverkskúnst
Prjónaðir vettlingar er eitthvað sem alltaf er gott fyrir börn að eiga. Vettlingar með norrænu mynstri úr dásamlega Drops Karisma ylja í kuldanum. 
 
Stærðir: 1/2 (3/4) 5/6 (8/10) 12 ára..
 
Garn: DROPS Karisma (fæst í Handverkskúnst)
   - vínrauður nr 48: 50 (50) 50 (100) 100 g
   - rjómahvítur nr 01: 50 (50) 50 (50) 50 g 
 
Prjónar:  Sokkaprjónar nr 3 og 3,5 eða sú prjónastærð sem þarf til að fá 22 lykkjur = 10 cm.
 
Garðaprjón prjónað í hring: 1 umferð slétt, 1 umferð brugðið = 1 garður.
 
Útaukning: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
 
Úrtaka: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir (= fækkað um 2 lykkjur).
 
Hægri vettlingur: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 28 (32) 36 (36) 40 lykkjur á sokkaprjóna nr 3 með vínrauðum. Prjónið 4 umferðir garðaprjón (= 2 garðar). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1. Prjónið A.1, 1 sinni á hæðina. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið stroff (1 slétt, 1 brugðin) alls 3 (3) 4 (4) 4 cm. Skiptið til baka yfir á sokkaprjóna nr 3,5 og prjónið slétt 3 (5) 5 (7) 9 umferðir. Byrjið útaukningu fyrir þumalop og aukið er út 1 lykkju hvoru megin við aðra lykkju í umferð – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í annarri hverri umferð alls 3 (3) 4 (4) 4 sinnum (aukið er út báðum megin við allar þumal lykkjur, þ.e.a.s. það verða 2 lykkjur fleiri á milli uppslátta í hvert sinn sem aukið er út). Eftir allar útaukningar eru 7 (7) 9 (9) 9 þumallykkjur og 34 (38) 44 (44) 48 lykkjur á prjóninum. Þegar vettlingurinn mælist 10 (11) 12 (12) 13 cm (stykkið mælist ca 3 (4) 4 (5) 5 cm frá stroffi), setjið 7 (7) 9 (9) 9 þumal lykkjur á þráð. Fitjið upp 1 lykkju yfir lykkjur af þræði = 28 (32) 36 (36) 40 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú mynstur A.2. þar til vettlingurinn mælist ca 15 (16) 18 (19) 21 cm (stykkið mælist ca 8 (8) 9 (11) 13 cm frá stroffi). Nú eru eftir ca 3 cm til loka, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd – ATH: Endið eftir heila rönd með natur og prjónið með vínrauður (án «doppa») að réttu máli.
 
Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið (= 14 (16) 18 (18) 20 lykkjur á milli prjónamerkja). Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – SJÁ ÚRTAKA (= fækkað um 4 lykkjur). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 4 sinnum og síðan í hverri umferð þar til 4 (8) 12 (12) 16 lykkjur eru eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman. Klippið frá, dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda vel. Vettlingurinn mælist ca 18 (19) 21 (22) 24 cm tilbúinn.
 
Þumall: Setjið til baka 7 (7) 9 (9) 9 lykkjur af þræði yfir opi fyrir þumal á sokkaprjóna 3,5 og prjónið að auki upp 5 nýjar lykkjur með vínrauður í kanti á bakhlið á þumal lykkjum = 12 (12) 14 (14) 14 lykkjur. 
 
Prjónið slétt í hring þar til þumall mælist 3 (3½) 4 (4½) 5 cm. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar 2 og 2 slétt saman = 6 (6) 7 (7) 7 lykkjur eftir. Klippið frá, dragið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel.
 
Vinstri vettlingur: Prjónið vinstri vettling alveg eins, en aukið út fyrir þumli hvoru megin við næstsíðustu lykkju í umferð.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...