Mynd/MHH Guðríður, ásamt tveimur ráðherrum úr ríkisstjórninni á sumardeginum fyrsta á Reykjum á síðasta ári þegar þeir voru leystir út með íslensku grænmeti og blómum. Guðríður segir að það sé verið að skoða það að hafa opið hús í skólanum í sumar.
Líf og starf 06. apríl 2020

Hátíðahöldum á sumardaginn fyrsta aflýst

Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, við erum búin að aflýsa öllu hjá okkur og það verður ekki opið hús á sumardaginn fyrsta í Garðyrkjuskólanum í ár, því miður, ástandið er þannig í þjóðfélaginu eins og allir vita,“ segir Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari í Garðyrkjuskóla Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.

Opna húsið hefur alltaf notið mikilla vinsælda og mörg þúsund manns hafa heimsótt skólann á sumardaginn fyrsta í gegnum árin en í ár, fimmtudaginn 23. apríl, þarf fólk að finna sér eitthvað annað skemmtilegt til að gera.