Siggi Dan gegn Sævari
Í þessum skákpistli hefur áður verið birt skák sem Sigurður heitinn Daníelsson tefldi gegn GM Larsen frá Danmörku sem Sigurður vann.
Sigurður vann af og til aðra sterka innlenda skákmenn og þar á meðal var IM Sævar Bjarnason, sem nú er látinn. Sævar var mjög öflugur skákmaður þegar hann var upp á sitt besta og klárlega í hópi sterkustu skákmanna landsins.
Árið 1982 vann Sigurður Daníelsson Sævar Bjarnason í skemmtilegri skák sem endaði með uppgjöf Sævars í 48. leik. Sigurður var kominn skiptamun yfir í skákinni og var farinn að þjarma verulega
að Sævari.
Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.