Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 30. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að vera opinn fyrir nýjungum í takt við þau skref sem hann hefur séð fyrir sér að taka. Hitt og þetta kemur honum á óvart í ferlinu en best er að taka öllu með ró. Vatnsberinn þarf þó að gæta þess að hafa skriflegar þær ákvarðanir sem teknar eru í samráði við aðra því annars fer miður vel. Lesa allt yfir tvisvar og fara að engu óðslega. Happatölur 13, 11, 83.

Fiskurinn er óðum að jafna sig eftir langvarandi veikindi eða vanlíðan. Hann skipuleggur sig nú fyrir komandi vikur og skapar grunn að komandi verkefnum. Slíkt veitir honum ánægju og er næsta víst að allt sem ráðgert verður mun fá líf á einn hátt eða annan. Happatölur 22, 6, 18.

Hrúturinn situr eins og kóngur í hásæti sínu þessar fyrstu vikur haustsins. Dramb getur orðið til falls eins og fróðir vita og verður hrúturinn að athuga að stíga ekki yfir nein strik þótt honum sé hampað óvenjumikið. Einhver veikindi eru í kortunum sem þarf að huga að sem fyrst. Happatölur 66, 1, 65.

Nautið þyrfti að ganga í að skrifa niður öll þau mál sem á því liggur og einnig hvað það sjálft langar að gera eða hvert það vill stefna. Þetta er heilmikil skriffinnska en heldur áfram að vinda upp á sig ef frestunarárátta nautsins fær að blómstra mikið lengur. Nautið þarf að tækla litlu og auðveldu vandamálin fyrst, fá aðstoð við önnur ef þarf og passa að halda drifkraftinum og yfirsýninni í jafnvægi. Það verður mikill léttir. Happatölur 18, 22, 81.

Tvíburinn er kampakátur enda gengur honum allt í haginn þessa dagana. Hann þarf þó að gæta þess að kjarna sig reglulega, enda oft eins og þeytispjald þegar hann er í essinu sínu og hættir til að missa af mikilvægum upplýsingum. Tvíburanum þykir gott að gera vel við sig og ætti svo sannarlega að gera meira af slíku nú í lok sumarsins. Happatölur 15, 21, 4.

Krabbinn hefur að mörgu að gæta þessar vikurnar og þyrfti að skipuleggja sig vel svo allt fari á réttan hátt. Nú er kjörið tækifæri til að tína til allt það sem þarf að ganga í, stórt sem smátt og viti menn – hin ótrúlegustu mál leysast, honum að óvörum. Heilsan er viðkvæm og best að leita sem fyrst til læknis fremur en hitt. Happatölur 10, 73, 20.

Ljónið finnur haustið sogast inn í sálu sína og reynir að gera upp við sig hvort hann eigi að leggjast undir feld eða setja sólgleraugun á nefið, sýna sig og sjá aðra. Ljónið hefur tilhneigingu til þess að njóta beggja þessara gjörða á dramatískan hátt en ætti endilega að gera upp hug sinn sem fyrst. Óvænt málefni munu nefnilega skjóta upp kollinum sem hann þarf að geta leyst á núll einni og þá enginn tími til annarra hugðarefna. Happatölur 8, 16, 52.

Meyjan er sæl og glöð og svífur inn í haustið eins og ekkert sé. Hún er á betri stað en oft áður með ró í hjarta og sterka trú á sjálfa sig. Full sjálfstrausts heldur hún áfram á þeirri braut hægt og bítandi, en sú vegferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. Meyjan má vera viss um að hún komist ávallt á þann áfangastað í lífinu enda trúin á sjálfið öllu ofar. Happatölur 9, 55, 64.

Vogin hefur aðeins of mikið á sínum höndum og álagið gæti farið að segja til sín ef ekki er haldið vel utan um það sem þarf að sinna. Nú væri gott að staldra við og fá aðstoð þar sem það er hægt og muna að setja sjálfa sig í fyrsta sæti. Vogin er hvers manns hugljúfi og má treysta því að allir eru boðnir og búnir til að vera henni innan handar. Happatölur 6, 15, 22.

Sporðdrekinn er glaður og reifur og sú orka hans mun velta fjöllum. Allt leysist eins og um töfra sé að ræða enda staða stjarnanna honum afar hagstæð þessa dagana. Ráðlagt er að nýta þennan tíma eins og best getur, ganga í öll mál sem þarfnast lausna. Áfram nú! Happatölur 12, 3, 9.

Bogmaðurinn er eitthvað öfugsnúinn. Hlutir sem hann bjóst við að væri búið að fullvinna hafa stöðvast í ferlinu án þess að von sé um nokkra lausn. Það er því miður ekki annað í stöðunni en að skríða undir feld og leyfa heiminum að ráða ráðum sínum. Allt fer vel að lokum. Happatölur 37, 12, 28.

Steingeitin finnur ró innra með sér. Stundum er ekkert annað í stöðunni en að sleppa tökunum og njóta þess sem er. Steingeitin kann vel við rökkrið og sér fram á rólega og notalega tíma næstu vikur. Eitthvað mun þó raska ró hennar og á því verður hún að taka með sanngirni. Happatölur 9, 19, 62.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...