Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Flytjendur eru leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem jafnframt er umsjónarmaður verkefnisins. Myndir / Hilmar Þorst
Flytjendur eru leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem jafnframt er umsjónarmaður verkefnisins. Myndir / Hilmar Þorst
Líf og starf 12. apríl 2019

Svoddan ljós mætti fleirum lýsa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Föstudaginn langa, 19. apríl næstkomandi, munu sjö leikkonur flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju. Yfirskrift flutningsins er „Svoddan ljós mætti fleirum lýsa“ og er tilvitnun í hvatningu sem Hallgrímur fékk frá skáldbróður sínum til þess að hefja útbreiðslu á verki sínu.

Flytjendur eru leikkonurnar Edda Þórarinsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Helga E. Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir og Steinunn Jóhannesdóttir, sem jafnframt er umsjónarmaður verkefnisins. Tónlistin verður í höndum Björns Steinars Sólbergssonar, organista.

Kúabóndi í Gnúpverjahreppi

Halla Guðmundsdóttir, einn flytjenda, er kúabóndi að Ásum í Gnúpverjahreppi. „Þegar ég flutti í sveitina skömmu eftir 1970 ásamt manninum mínum var ég leikkona í Reykjavík og við ætluðum að vera þar í eitt ár eftir að foreldrar mínir hættu búskap en erum þar enn. Við eru með milli 40 og 50 mjólkurkýr sem þykir ekki mikið í dag. Reyndar ætlum við fljótlega að hætta búskap og hleypa næstu kynslóð að.“

Halla segist áður hafa komið að flutningi Passíusálmanna. „Hluti okkar flutti sálmanna í Hallgrímskirkju í Saurbæ á síðasta ári og aðrar hafa komið að flutningi þeirra áður og núna ætlum við að gera það í sameiningu.“

Treysti konum fyrir varðveislu sálmanna

„Það er gaman að hugsa til þess að það voru konur sem Hallgrímur treysti á í markaðssetningu Passíusálmanna og varðveislu þeirra. Vorið 1660 sendi Hallgrímur frá sér fyrstu þrjú handritin til þriggja valinna kvenna sem hann treysti til þess að kynna sálmana fyrir öðrum, verja þá fyrir gagnrýni og sjá til þess að þeim yrði ekki „undir bekk varpað“ eins og hann orðaði það. Konurnar voru Ragnhildur Árnadóttir í Kaldaðarnesi, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Helga Árnadóttir í Hítardal, allar innbyrðis tengdar og í áhrifastöðu á sínum tíma.

Með handritunum fylgdi beiðni frá Hallgrími þar sem hann bað konurnar um að passa upp á að sálmunum yrði ekki breytt, þannig að honum var annt um höfundarverkið sitt og vildi ekki að það færu af stað óvandaðar og breyttar útgáfur af þeim. Hann treysti líka þessum konum til að koma verki sínu á framfæri, sem var ekki auðvelt á þeim tíma.

Vorið 1661 fékk Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti fjórða handritið ritað eigin hendi skáldsins og er það eina handritið sem varðveist hefur til okkar daga og í raun stórmerkilegt að Passíusálmarnir séu til í handriti Hallgríms.

Sálmarnir voru Ragnheiði svo mikils virði þegar hún lá banaleguna eftir mikið skipbrot í lífinu að hún sendi eftir Hallgrími og hann dvaldi hjá henni síðustu vikurnar sem hún lifði.

Handritin sem þessar samtímakonur Hallgríms fengu frá höfundinum gegndu lykilhlutverki fyrstu árin og aldirnar sem Passíusálmarnir voru að vinna sér sinn einstæða sess í sál þjóðarinnar. Dæmi um hvað sálmarnir hafa haft djúpstæð áhrif á fólkið í landinu er að amma mín, Halla Lovísa Loftsdóttir, lærði Passíusálmana utan að sem barn eins og margir aðrir gerðu.“

Tala til okkar enn í dag

Halla segir að sálmarnir höfði til okkar í dag ekki síður en á þeim tíma sem þeir voru ortir. „Hallgrímur þekkti mannssálina greinilega mjög vel og veit hvernig fólki líður og hvað brennur á því og samsamar daglegri baráttu fólks við stórsamhengið í lífinu.“

Heiðra minningu kvennanna

Halla segir að það sé til þess að heiðra minningu kvennanna úr innsta hring sálmaskáldsins sem leikkonurnar sjö koma saman til að flytja verkið.

Flutningurinn hefst klukkan 13.00 og lýkur upp úr klukkan 18.00 á föstudaginn langa og er fólki boðið að koma og fara og hlýða á flutninginn að vild.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...