Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bakað blómkáls-taco og lambakóróna
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 22. maí 2020

Bakað blómkáls-taco og lambakóróna

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Bakað, blómkáls-taco getur verið skemmtileg tilbreyting frá hakkréttum sem oftast eru notaðir í svokallaða taco-rétti; bragðmikil máltíð sem byggir á grænmeti og er hollt og ferskt. 
 
Svo er góð hugmynd að nota blómkálið sem meðlæti með lamba­hrygg á bein, það er alltaf góð hugmynd að auka vægi grænmetis á diskinn til að lækka matarverðið og hafa fjölbreytilega fæðuflokka.
 
 
Blómkál
  • 2  blómkálshöfuð skorin í bita
  • 2–4 msk. avókadóolía eða kókos-­ hnetuolía 
  • 3 tsk. mulið broddkúmen (cumin)
  • 2 tsk. chiliduft
  • 2 tsk. reykt paprikuduft
  • 1 tsk. sjávarsalt
  • 12-15 heilkorna tortillur pönnukökur 
  • limesafi
  • kóríander 
  • þunnt sneitt rauðkál (valfrjálst)
  • salsa (valfrjálst)
  • avókadósneiðar (valfrjálst)
Aðferð
Hitið ofninn í 200 gráður og setjið blómkálið á tvær stórar bökunarplötur. Setjið smá olíu (eða sleppið), kúmen, chiliduft, papriku og salt. Veltið þessu til á pönnunni þannig að kryddið dreifist jafnt yfir blómkálið og bakið í 20–25 mínútur eða þar til það verður gulbrúnt og stökkt.
 
Hitið tortillur í örbylgjuofni eða í ofni.  Bætið síðan við 1–2 matskeiðum af salsa ef óskað er á blómkálið.  Berið fram þannig að allir bæta sínu uppáhalds meðlæti við og sýrðum rjóma.
 
 
Ristaðar lambakótelettur  
  • 1/2 bolli fersk brauðmylsna 
  • 2 matskeiðar saxaður hvítlaukur 
  • 2 msk. saxað ferskt rósmarín
  • 1 tsk. salt
  • 1 / 4 tsk. svartur pipar
  • 2 matskeiðar ólífuolía
  • 1 lambahryggvöðvi með beini, snyrt að frönskum hætti (beinin snyrt en föst við kjötið)
  • 1 tsk. salt
  • 1 tsk. svartur pipar
  • 2 matskeiðar ólífuolía
  • 1 matskeið Dijon sinnep
Aðferð
Hitið ofninn í 230 gráður.  Setjið ofnskúffuna á miðhæðina í ofninum. 
 
Í stórri skál skulið þið blanda saman brauðmylsnu, hvítlauk, rósmarín, 1 tsk. salti og 1/4 tsk. pipar. Bætið 2 msk. ólífuolíu við til að væta blönduna. Setjið til hliðar.
 
Kryddið vöðvann með salti og pipar.  Hitið 2 msk. ólífuolíu í stórum potti eða pönnu, brúnið kjötið í eina til tvær mínútur á alla kanta. Setjið til hliðar í nokkrar mínútur. Penslið vöðvann með sinnepinu. Rúllið honum yfir brauðmylsnublönduna þar til hún þekur vöðvann.  
 
Setjið beinshliðina niður á pönnuna. Steikið lambið í forhituðum ofni í 12 til 18 mínútur, háð því hvernig þú vilt kjötið eldað. Með kjöthitamæli er gott að mæla eftir 10 til 12 mínútur og taka kjötið út, eða láta það eldast lengur, eftir þínum smekk.  Flestum finnst 63 gráður vera góður kjarnhiti fyrir bleikt kjöt. Hvílið kjötið í það minnsta í fimm til sjö mínútur áður en það er skorið á milli rifbeinanna.
 

Skylt efni: lambakóróna | blómkál

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...