Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bruschetta.
Bruschetta.
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 12. apríl 2019

Nokkrir fermingar- og veisluréttir

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Hér koma nokkrar góðar reglur sem vert er að hafa í huga þegar veisluhald er í vændum. 
 
Hversu marga smárétti þarf ég fyrir 50 gesti?
  • Fyrir smáréttaborð þarf átta til 12 bita á mann. Gestir munu venjulega borða um fimm bita á fyrstu klukkustundinni og svo þrjá bita á hverri klukkustund eftir það.
Vertu vel undirbúinn og góður gestgjafi.
  • Svo veislan gangi sem best – og gestgjafinn skemmti sér líka – þarf hann að vera undirbúinn og tilbúinn. Nauðsynlegt er að spyrja fyrirfram um ofnæmi og séróskir svo ekki þurfi að redda því á síðustu stundu.
Gakktu úr skugga um að allir séu ánægðir.
  • Ekki láta gesti fara svanga heim, frekar bjóða upp á popp, osta eða sætan eftirmat þegar líður á veisluna. 
Ekki láta fólki leiðast eða líða vand­ræðalega.
  • Ef það er laust pláss er sniðugt að hafa spil eða eitthvað sem gæti verið skondið og brotið ísinn bæði fyrir krakka og fullorðna.
Einfaldur matur er oft bestur.
  • Hér er uppskrift að bruschetta sem er í rauninni ristað brauð með áleggi að eigin vali. Svo er líka hægt að vera bara með kökur og hér eru tvær einfaldar og góðar.
Bruschetta
Góð ítölsk bruschetta er klassískur smáréttur í ætt við spænskt tapas sem fólk elskar. Þetta eru smáréttir sem ekki er flókið að útbúa, jafnvel hægt að hafa tilbúið brauð, pestó og kryddlagða tómata og láta fólk svo sjálft setja saman og minnka þannig álagið á gestgjafann. 
 
Það sem þarf í fullkomna bruschettu:
  • 2 þroskaðar tómatar 
  • 5 fersk basilikulauf
  • 3 msk jómfrúarólífuolía 
  • 1/2 tsk þurrkað oregano
  • Klípa salt
  • 1 tsk. balsamic-edik
  • 1 ítalskt baguette skorið
  • 1 hvítlauksrif
Aðferð
 
Blandið smátt skornum tómötunum saman við ferska basilikuna og þurrkað oreganó, klípu af salti, eina til eina og hálfa matskeið ólífuolíu og skvettu (eina teskeið) af balsamic-ediki. Kælið fram að veislu.
 
Skerið baguette í 1 til 2 sentimetra sneiðar. Skerið endann af hvítlauksrifi og nuddið hvítlauknum á hvora hlið hvers brauðsneiðar. Settu smá ólífuolíu á báðar hliðarnar líka. Gott er að nota pensil.  
 
Ristið brauðið undir grilli eða á heitri pönnu, þar til það er brúnt á báðum hliðum.
 
Setjið tómata á heitt brauðið og meðlæti að eigin vali og framreiðið  strax.
 
Marengskökur með jarðarberjum og rjóma.
 
Marengskökur með jarðarberjum og rjóma
 
Hið fullkomna marengs er sætt, létt og stökkt með örlítið seigri miðju.
 
Prófið með jarðarberjum og rjóma.
 
Þetta er uppskrift fyrir fljótlegan marengsrétt sem allir elska. 
 
Fyrir marengs
  • 8 eggjahvítur
  • 200 g  sykur, má blanda með púðursykri
  • Fyrir fyllingu
  • 400 ml rjómi
  • 2 msk. bragðefni að eigin vali, vanilla, Bailys-líkjör eða eitthvað sniðugt og bragðgott
  • jarðarber
Aðferð
 
Fyrir marengs, forhitið ofninn í 100 gráður, setjið smjörpappír á bökunarplötur. Sniðugt að teikna hringi á blaðinu til að halda kökunum í sömu stærð.
 
Setjið eggjahvítu í hreina skál og þeytið þar til mjúk froða hefur myndast.
 
Setjið smám saman sykur saman við og haldið áfram að þeyta þar til stíf froða (marengs) hefur myndast.
 
Setjið í sprautupoka sem er með stjörnustúti.
 
Sprautið  í 16 litlar kökur.
 
Setjið í ofninn og bakið  í 20 mínútur.
Slökkvið á ofninum en látið kökurnar standa í ofninum í að minnsta kosti tvær klukkustundir.
 
Þegar þær eru orðnar stökkar viðkomu, takið þær þá úr ofninum.
Fyrir fyllingarnar skaltu þeyta rjóma og blanda við bragðefni að eigin vali; til dæmis vanillu og nokkur marin jarðarber.
 
Setjið kökurnar á fat. Dreifið þeyttum rjóma létt yfir marengskökurnar og toppið með fleiri jarðarberjum. Setjið annan marengs ofan á jarðarberin eða skreytið bara neðri hlutann.
 
Nutella ostakaka.
 
Nutella ostakaka
Þessi kaka bragðast eins og hún komi frá besta bandaríska sælkera-bakaríinu. Bragðmikil, rjómalöguð og full af Nutella-hnetu-súkkulaðibragði.
 
Fyrir skorpu
  • 2 og 1/2 bolli af kexi að eigin vali, um 30 litlar kökur
  • 6 msk. ósaltað brætt smjör
  • Fyrir fyllingu
  • 500 g rjómaostur, þeyttur eða hrærður aðeins upp
  • 200 g rjómi
  • 100 ml sýrður rjómi
  • 200 g  (3/4 bolli) sykur
  • 1 matskeið af vanillu þykkni
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 dós Nutella
  • 4 stór egg, létt þeytt
Fyrir gljáa á toppinn
  • 1 bolli Nutella
  • 120 ml rjómi
Svona gerirðu skorpuna
 
Stillið ofninn á 170 gráður, klæðið springform-pönnu þétt með álpappír og svo með smjörpappír. Blandið saman kexmylsnu og bræddu smjöri. Þrýstið blöndunni niður í botninn (ofan á smjörpappírinn) og um það bil 1–3 sentimetra upp með hliðum pönnunnar. Bakið í 10 mínútur. Setjið til hliðar svo að botninn nái að kólna meðan þú gerir fyllinguna.
 
Svona gerirðu fyllinguna
 
Minnkið hitastig ofnsins í 150 gráður.
 
Sláðu saman rjómaosti, rjóma og sykur í stórri skál með rafmagnshrærivél, þar til blandan verður slétt og dúnmjúk. Bætið við vanillu og salti saman við, hrærið á litlum hraða þar til osturinn er kekkjalaus. 
 
Bætið Nutella saman við og hrærið. Það mega vera bitar. Skafið niður eftir skálinni eins og þörf krefur. Notið silikonspaða. Haldið varlega í eggin og hrærið vel saman við blönduna.
 
Hellið blöndunni yfir kexskorpuna í forminu. Setjið ostakökuna inn í ofn með nægu heitu vatni sem nær hálfa leið upp að hliðum ostakökuformsins (vatnsbað).
 
Bakið í eina klukkustund, eða þar til brúnirnar eru harðnaðar og miðjan er örlítið hlaupkennd. Slökkvið á ofninum, látið ostakökuna liggja í vatnsbaði í ofninum í aðra klukkustund.
 
Fjarlægið ostakökuna úr vatnsbaði og losið með litlum hnífi um brún kökunnar til að losa hana  úr forminu. Látið hana kólna alveg (harðnar yfir nótt).
 
Gerðu gljáa
 
Fjarlægið hliðarnar á pönnunum og setjið ostakökuna á vírbakka yfir fat.
 
Látið rjómann sjóða yfir miðlungs hita. Hellið heita rjómanum yfir Nutella í miðlungsstórri skál og hrærið saman.
 
Hellið nutella-gljáa ofan á ostakökuna og notið spaða til að slétta hann, en hann má líka leka yfir brúnina og niður hliðarnar á ostakökunni. Kælið í að minnsta kosti eina klukkustund eða þar til gljáinn hefur harðnað örlítið.
 
Gerið þetta í tíma til að minnka stress í veislunni.
 
Bökuð og kæld ostakaka mun geymast í allt að fjóra daga í kæli í umbúðum. Hún geymist hins vegar  í allt að tvo mánuði í plastfilmu í frystinum. 
 
Látið kökuna standa við stofuhita í 15-30 mínútur áður en hún er borin fram.
 

3 myndir:

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...

Buff í brúnni
Matarkrókurinn 23. nóvember 2023

Buff í brúnni

Kíló fyrir kíló og krónu fyrir krónu er nautahakkið sennilega fjölbreyttasta pró...