Fréttir

340 bændur skora á samninganefndir að setjast aftur að samningaborði

Hópur kúabænda hefur staðið fyrir undirskrifasöfnun síðustu daga þar sem skorað er á samninganefndir bænda og ríkisins að setjast aftur að samningaborðinu og endurskoða nýundirritað samkomulag um nautgripasamning.

Sparneytinn Toyota Corolla Hybrid

Toyota Corolla var fyrst fram­leiddur 1966 og var þá með 1077cc vél sem átti að skila 60 hestöflum. Á þessum rúmu fimmtíu árum hefur bíllinn eðlilega tekið miklum breytingum og á síðasta ári voru seldir nálægt ein milljón bíla sem bera nafnið Toyota Corolla og er nú orðin Hybrid bíll sem hefur rafmagnsvél og bensínvél sem vinna saman.

Hárri frumutölu fylgir bæði lægri nyt og slök fóðurnýting

Útgjöld vegna fóðurs eru alla jafnan stærsti kostnaðarliður í rekstri kúabúa og stefna flestir kúabændur að því að lækka þennan útgjaldaþátt með bæði ódýrara fóðri og bættri nýtingu á því fóðri sem gefið er.

Fræðslufundur um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti

Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði.

Útflutningsstyrkur lækkar í Noregi

Norsku Bændasamtökin og stjórn­völd þar í landi urðu á dögunum sammála um hvernig koma ætti til móts við norska kúabændur, nú þegar minnka á framleiðslu á mjólk þar í landi á næstu tveimur árum.

Mjólkurgrautur og slátur í boði í hádegissamveru

„Fyrst og fremst erum við að þakka fyrir gengin spor. Við fáum fyrirtæki til að styrkja þetta framtak og það hefur gengið vel, þannig að enginn borgar neitt, bara mætir og hefur gaman.

Evrópskir bændur biðja um markaðsstuðning vegna bandarískra tolla

Landbúnaðarráðherrar frá Ítalíu og Frakklandi hafa óskað eftir því við Evrópusambandið að nota markaðsstuðning til að hjálpa bændum við áhrifin sem tollurinn sem settur var á í Bandaríkjunum hefur.