Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Mynd / Pixabay
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsóknastofnunar, um 42.400 fiskar.

Þrjátíu prósenta aukning varð á fjölda stangveiddra laxa í ár, í samanburði við árið í fyrra og veiðitölur þessa árs, um 42.400 fiskar, um tvö prósent undir meðalveiði áranna 1974 til 2023.

Veiðin 2024 var skv. bráðabirgðatölum Hafró um 9.700 löxum meiri en hún var 2023. Aukning var í veiði í ám í öllum landshlutum.

Í tölum um heildarlaxveiði eru taldir villtir laxar, laxar sem upprunnir eru úr sleppingum gönguseiða og einnig þeir laxar sem er sleppt aftur í stangaveiði (veitt og sleppt). Laxveiði í ám sem byggja veiði á sleppingum gönguseiða var alls um 7.300 laxar sem er um 300 löxum minna en veiddist 2023 þegar 7.061 lax veiddist. Frá þessu greinir á vef Hafró.

Aukning á heildarstangveiði villtra laxa

Við samanburð á langtímaþróun á stangaveiði þarf að taka tillit til þess að laxar úr gönguseiðasleppingum eru viðbót við náttúrulega framleiðslu ánna og einnig þegar veitt er og sleppt í stangaveiði veiðast sumir fiskar oftar en einu sinni. Þegar litið er til veiða á villtum laxi í stangaveiði eingöngu (ekki úr seiðasleppingum til hafbeitar), og áætlaður fjöldi endurveiddra laxa (veitt og sleppt) dreginn frá, er heildarstangveiði villtra laxa árið 2024 um 35.000 laxar, sem er um 36 prósent aukning frá 2023. Þrátt fyrir aukningu á milli ára þá er veiðin á árinu 2024 undir meðalveiði og hefur verið það síðustu 9 árin.

Laxadauði í sjó farið vaxandi

Fjöldi þeirra laxa sem ganga í ár er annars vegar háður fjölda seiða sem ganga úr ánum til sjávar og hins vegar hversu margir lifa sjávardvölina af og skila sér til baka í árnar. Almennt hefur dánartala laxa í sjó í Norður-Atlantshafi farið vaxandi, ástæður þess eru ekki þekktar en bent hefur verið á þætti eins og loftslagsbreytingar, meðaflaveiði, áhrif fiskeldis og breytingar á búsvæðum í fersku vatni.

Sumarið 2024 einkenndist af miklu vatnsrennsli í flestum ám og því mikil breyting frá árinu 2023 þegar lágrennsli var einkennandi.

Stangaveiði í íslenskum ám frá 1974–2024. Veiðinni er skipt í landaðan afla (blátt), veitt og sleppt (grænt) og veiði úr sleppingum gönguseiða (rautt). Tölur frá 2024 eru bráðabirgðatölur. Mynd/Hafró

Skylt efni: Laxveiði

Metinnflutningur á koltvísýringi
Fréttir 11. desember 2024

Metinnflutningur á koltvísýringi

Á fyrstu níu mánuðum ársins hafa verið flutt inn til landsins um 2.600 tonn af k...

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára
Fréttir 11. desember 2024

Fjöldi stangveiddra laxa jókst nokkuð milli ára

Heildarfjöldi stangveiddra laxa árið 2024 var, skv. bráðabirgðatölum Hafrannsókn...

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki
Fréttir 11. desember 2024

Kýrnar sluppu en pyngjan ekki

Afleiðingar rafmagnsleysis í Lundarreykjadal í febrúar urðu bændum dýrkeyptar.

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark
Fréttir 10. desember 2024

Mun fleiri vilja kaupa en selja greiðslumark

Á innlausnarmarkaði ársins 2024 með greiðslumark í sauðfé, sem haldinn var 15. ...

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu
Fréttir 10. desember 2024

Slæm staða útiræktunar grænmetis til umræðu

Slæm staða útiræktunar grænmetis var rædd á haustfundi garðyrkjunnar sem haldinn...

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum
Fréttir 10. desember 2024

Stórgripaslátrun í níu sláturhúsum

Alls var 103.750 stórgripum slátrað hér á landi árið 2023. Slátrað var á níu stö...

KS innleysti Búsældarbændur
Fréttir 10. desember 2024

KS innleysti Búsældarbændur

Kaupfélag Skagfirðinga leysti til sín eignarhlut þeirra þrettán bænda sem féllus...

Umdeildur samningur þykir heldur klénn
Fréttir 10. desember 2024

Umdeildur samningur þykir heldur klénn

COP29-loftslagsráðstefnunni í Bakú í nóvember lauk eftir tveggja vikna samningaþ...