Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bergflétta – evrópsk skógarjurt
Á faglegum nótum 30. október 2019

Bergflétta – evrópsk skógarjurt

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Þessa plöntu kannast flestir við. Bergflétta (Hedera helix) er fjölær, sígræn klifurplanta sem hægt er að láta klifra upp með húsveggjum og trjá­stofnum í görðum eða nota sem þekjuplöntu í hlýjum görðum.

Hún er ein af fáum tegundum úr evrópskri náttúru sem hafa náð verulegum vinsældum sem pottaplanta. Hana er víða að finna í skógum þar sem hún klifrar upp eftir stofnum trjáa, ekki síst í beykiskógum Evrópu.

Bergflétta hefur sérhæfðar heftirætur sem smjúga inn í smáar glufur og halda plöntunni fastri við undirlagið án þess að valda teljandi skaða á stofni trjáa. Í heimahúsum er bergfléttan ýmist notuð sem hengijurt eða bundin upp við mosastöng eða járngrind en þannig nýtur hún sín einna best.

Gott að úða reglulega

Í rauninni hentar venjulegt stofu­hitastig og loftraki ekki sérlega vel fyrir bergfléttu, hún kýs lægra hitatig og hærri loftraka en þar er algengast og ætti að velja henni stað í samræmi við það. 17°C er ákjósanlegt hitastig og til að auka loftraka kringum plöntuna þyrfti ræktandinn að vera duglegur að úða yfir hana fínum vatnsúða eða hafa pottinn í víðri undirskál með grófum, rökum vikri. Einnig mætti hafa í huga að þar sem margar pottaplöntur vaxa saman skapast heldur hærri loftraki en ella. Á veturna líður bergfléttu best við hitastig í kringum 10°C og takmarkaða vökvun án áburðar.

Í blóma­versl­un­um eru í boði ýmis yrki með mismunandi blað­lit og blað­stærð en með­höndlun allra yrk­janna er svipuð. Þó þurfa tvílit yrki bjartari vaxtar­stað en hin grænu til að litirnir komi skýrt fram.
Notuð er venjuleg potta­mold og vökvað með áburðarlegi meðan vöxturinn er mestur yfir sumartímann. Hún þarf góða birtu í skammdeginu en á vaxtartímanum er til bóta að færa hana frá suðurglugga því laufið getur orðið litdauft og hreinlega sölnað í mikilli sól. Þetta er jú planta sem þrífst í talsverðum skugga í sínum náttúrulegu heimkynnum.

Mismunandi vaxtarform

Í rúmgóðum blómapotti með undirskál eða pottahlíf geta greinar bergfléttunnar orðið mjög langar. Það er samt hægt að móta þétta, fallega plöntu með einföldum hætti. Þegar ungar greinar eru komnar í góðan vöxt er efsti hluti þeirra styttur lítið eitt og þá bregst plantan við með því að  mynda fleiri greinar og plantan þéttir sig í stað þess að mynda fáar, langar renglur.

Enska ljóðskáldið Alexander Pope, krýnd­ur bergfléttusveig.

Græðlingafjölgun auðveld

Yfirleitt eru seldar í blóma­verslunum plöntur sem ræktaðar eru upp af nokkrum græðlingum. Auðvelt er að fjölga bergfléttu, við notum græðlinga með 2–3 laufum og setjum þá í áburðarsnauða mold við háan loftraka, td. er hægt að setja pottinn í opinn plastpoka í fáeinar vikur. Þegar rætur hafa myndast er umpottað í stærri pott með góðri pottamold, vöxturinn mótaður með toppun og plönturnar ýmist bundnar upp eða látnar í hengikörfur, allt eftir óskum ræktandans. Hafa ætti gætur á meindýrum, einkum spunamítli.

Dulúð, hjátrú og lækningar

Rómverski vín­guðinn Bakkus er oft sýndur með berg­fléttukrans á höfði og segir þjóðtrú sumra landa að hann dragi úr áfengi­s­vímu. Tegundin var einnig tengd vits­muna­legum yfirburðum, t.d. voru framúr­skarandi ljóðskáld krýnd bergfléttusveig eða lárviðarsveig og sama gilti um afreksfólk í íþróttum á tímum Rómaveldis hins forna. Bergflétta var einnig notuð til lækninga, meðal annars við hósta, bólgum í öndunarvegi, þvagsýrugigt, liðaverkjum og bólgum við augu. Alls ekki er mælt með þeirri notkun nema undir handleiðslu reyndra grasalækna, laufið inniheldur nokkuð af efninu hederageníni sem er varasamt við inntöku og veldur ógleði, óhóflegri munnvatnsmyndun og fljúgandi steinsmugu.

 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...