Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þessir þrír hrútar hugsa sitt um hagkvæmni í rekstri sauðfjárbúa.
Þessir þrír hrútar hugsa sitt um hagkvæmni í rekstri sauðfjárbúa.
Mynd / BBL
Á faglegum nótum 30. júlí 2020

Best reknu sauðfjárbúin hafa lægri framleiðslukostnað

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir
Undanfarin ár hefur Ráðgjafar­mið­stöð landbúnaðarins unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrargagna frá sauðfjárbúum. Allt í allt telur gagnagrunnurinn núna gögn frá 56-65 sauðfjárbúum um land allt fyrir árin 2014–2018. 
 
Niðurstöður 2018
 
Í 3. og 4. tbl. Bændablaðsins árið 2019 var gerð grein fyrir niðurstöð­um verkefnisins 2014–2017 en nú skulum við skoða niðurstöður fyrir árið 2018 og höfum árið 2017 til samanburðar. Árið 2018 stóðu þessi 64 sauðfjárbú sem skiluðu gögnum undir 8,3% af landsframleiðslu dilkakjöts í landinu. 
 
Tafla 1 - Meðaltöl kostnaðarliða eftir árum. Munur talna fyrir 2017 frá grein í 3. tbl. 2019 er vegna fleiri þátttökubúa.
 
Tafla 2 - Munur á meðaltali skýrsluhaldsniðurstaða hjá þátttökubúum og búum í skýrsluhaldinu með fleiri en 300 skýrslufærðar ær.
 
Best reknu búin hafa lægri framleiðslukostnað
 
Niðurstöður fyrir árið 2018 sýna í raun lakari rekstrarniðurstöðu en árið 2017. Framleiðslukostnaður er svipaður milli ára á hvert kíló en tekjur lækka milli ára sem skýrist af auknum  opinberum greiðslum skv. fjáraukalögum 2017 vegna falls í afurðaverði og hvernig því framlagi var skipt milli búa líkt og getið er um í reglugerð nr. 19/2018 og bókfærðist árið 2017. Hins vegar skal bent á að uppbætur á afurðaverð haustið 2018 eru hjá flestum sláturleyfishöfum bókfærð 2019 og tilheyra því bókhaldsári.
 
Tafla 3 – Búrekstrarupplýsingar 2018 skipt eftir framlegðarflokkum.
 
Jafnframt sýna niðurstöðurnar árið 2018 að best reknu búin hafa lægri framleiðslukostnað á hvert kíló dilkakjöts. Í töflu 3 sést að búin í efsta þriðjung eru með framleiðslukostnað upp á 895 krónur á kíló sem er 150 krónum lægra en meðaltal gagna­safnsins. 
 
Helsti munurinn milli áranna 2017 og 2018 liggur í því að búin sem hafa minnsta framlegð hafa fækkað fé hlutfallslega meira en búin sem hafa mesta framlegð, kostnaðurinn er áfram til staðar, framleiðslan minni og framleiðslukostnaður hærri sem því nemur. Munurinn á framleiðslukostnaði best reknu búanna og þeirra sem eru lakari hefur aukist og er núna 332 krónur á kíló.
 
Rétt er að vekja athygli á því að búin sem hafa mesta framlegð eru með 16.662 krónur á kind meðan búin með minnstu framlegðina hafa 7.174 krónur á kind. Það er munur upp á 9.500 krónur á kind. 400 kinda bú í efsta þriðjungi hefur því 3,8 milljónum meira úr að moða til að greiða fastan kostnað, greiða laun og borga af lánum en sambærilegt bú í neðsta þriðjungi.
 
Þegar tafla 3 er skoðuð nánar sést að flestir kostnaðarliðir hjá búunum í efsta þriðjungi eru mun hagstæðari en hjá búunum í hinum tveimur flokkunum. Hér geta verið veruleg sóknarfæri í bættri afkomu.
 
Áframhald verkefnis
 
Það eru víða tækifæri til að bæta reksturinn á hverju búi fyrir sig en engin ein lausn hentar öllum. Það er oft gott að bera sig saman við aðra og velta fyrir sér hvort hlutirnir þurfi að vera með þeim hætti sem þeir eru, ef dæmi sýna að önnur sambærileg bú ná betri árangri með minni tilkostnaði og meiri afurðum en manns eigið bú.
 
Með góðu liðsinni fagráðs í sauðfjárrækt og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram og bjóðum sauðfjárbændum enn og aftur að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bændum færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra í sambærilegum rekstri. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag fagráðs gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu.
 
Best er að fá gögnin lykluð m.v. grunnlykla í dkBúbót en einnig má senda landbúnaðarframtal RSK 4.08. Þau bú sem eru með bókhaldið sitt í hýsingu hjá RML geta sent Maríu verkefnisstjóra beiðni um að nálgast þau þar en hún hefur aðgang að þeim sem þjónustufulltrúi við dkBúbót.
 
Þátttakendur athugið
 
Við erum afskaplega þakklát öllum þeim sem hafa lagt lóð á vogarskálar þessa verkefnis og bjóðum bæði eldri og nýja þátttakendur velkomna í verk­efnið. Þau bú sem óska eftir þátttöku í þessu verkefni þurfa að tilkynna slíkt til verkefnisstjóra fyrir 21. ágúst nk. Verkefnisstjórar eru Eyjólfur Ingvi Bjarnason (eyjolfur@rml.is) og María Svanþrúður Jónsdóttir (msj@rml.is) sem veita nánari upplýsingar.
 
Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf.
 
-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Orðskýringar og forsendur:

Ásetningshlutfall m.v. ærgildi: Hlutfall vetrarfóðraðra kinda m.v. skráð ærgildi.

Framleiðslukostnaður: Heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta deilt með fjölda kílóa af dilkakjöti.

Afurðatekjur: Tekjur af seldu dilkakjöti, kjöti af fullorðnu fé, seldri ull, heimanot og seldu líffé.

Opinberar greiðslur: Tekjur vegna greiðslumarks, beingreiðslna í ull, gæðastýringargreiðslur, býlisstuðningur og svæðisbundinn stuðningur.

Aðkeypt fóður: Kostnaður vegna kaupa á kjarnfóðri, steinefnum og heyi.

Áburður og sáðvörur: Kostnaður vegna kaupa áburði og sáðvörum.

Rekstur búvéla: Kaup á olíu, smurolíu, varahlutir, dekk og viðgerðir vegna búvéla auk trygginga.

Rekstrarvörur:  Kaup á rekstarvörum, s.s. plast, bindigarn, smáverkfæri, hreinlætisvörur o.fl.

Ýmis aðkeypt þjónusta: Sláturkostnaður, flutningsgjöld, dýralækniskostnaður, verktakagreiðslur, s.s. rúllubinding og fósturtalning, rekstur tölvukerfis, sími og skrifstofuvörur.

Framlegð: Tekjur af sauðfé (Afurðatekjur og opinberar greiðslur) mínus breytilegur kostnaður (aðkeypt fóður, áburður og sáðvörur, rekstur búvéla, rekstrarvörur og ýmis aðkeypt þjónusta)

Viðhald útihúsa og girðinga: Kostnaður vegna viðhalds úthúsa og girðinga.

Annar rekstrarkostnaður: Rafmagn, fasteignagjöld, fjallskil og tryggingar.

Laun og launatengd gjöld: Reiknað endurgjald, laun, mótframlag í lífeyrissjóð og tryggingargjald.

Þáttatekjur/EBITDA: Allar tekjur búsins mínus útgjöld fyrir fjármagnsliði og afskriftir.

Afskriftir: Samtala af afskriftum búsins.

Fjármagnsliðir: Samtala af vaxtatekjum og vaxtagjöldum auk verðbreytingarfærslu lána.

 
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...