Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Djassaðir hákarlar
Á faglegum nótum 31. maí 2018

Djassaðir hákarlar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir sýna að hákarlar geta lært að þekkja djasstónlist sé fæða í boði en að klassísk tónlist gerir þá áttavillta.

Nýleg rannsókn við Macquarie-háskólann í Sydney í Ástralíu bendir til að hákarlar geti lært að þekkja og átta sig á hvaðan djasstónlist kemur séu fæðugjafir í boði en að klassísk tónlist rugli þá í ríminu og geri þá áttavillta.

Rannsóknin sem um ræðir fólst í því að kanna skynjun hákarla á hljóði. Lengi hefur verið vitað að hákarlar laðast að vélarhljóði báta og talið að þeir setji það í samhengi við fæðu sem ferðamenn og leiðsögumenn henda í sjóinn til að laða hákarlana að. Dæmi sýna að hákarlar eru ótrúlega fljótir að læra þetta atferli og nýta sér það óspart.

Til að kanna getu til að setja ólík hljóð í samhengi við fæðu var spiluð fyrir þá ólík tónlist, djass og klassík. Hegðun hákarlanna sýndi greinilega að hákarlarnir lærðu að staðsetja mismunandi fæðustaði þar sem djasstónlist var spiluð. Aftur á móti virtust þeir missa áttir þegar spiluð var klassísk tónlist. Greinilegt var að þeir áttuðu sig á að eitthvað átti að gera en þeir rötuðu ekki á fæðugjöfina.

Skylt efni: tónlist | hákarlar

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...