Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fremst á myndinni er elsta bygging Aberystwyth Háskóla í Wales, upprunalega reist sem hótel fyrir járnbrautina frá London í Englandi, 300 km. í burtu. Í háskólanum eru nú um 8.000 stúdentar. Nýi dýralæknaskólinn er að rísa á Penglais hæð sem grillir í efs
Fremst á myndinni er elsta bygging Aberystwyth Háskóla í Wales, upprunalega reist sem hótel fyrir járnbrautina frá London í Englandi, 300 km. í burtu. Í háskólanum eru nú um 8.000 stúdentar. Nýi dýralæknaskólinn er að rísa á Penglais hæð sem grillir í efs
Á faglegum nótum 6. maí 2020

Fyrsti dýralæknaskólinn í Wales stofnaður við Aberystwyth-háskóla

Höfundur: Dr. Ólafur R. Dýrmundsson
Í ljósi þess heimsfaraldurs sem nú  gengur yfir er farið að ræða í vaxandi mæli um leiðir til að bæta bæði fæðu- og matvælaöryggi þjóða. Á meðal þess sem nú er víða ofarlega á baugi er efling rannsókna og kennslu í búvísindum og dýralæknisfræðum til að renna styrkari stoðum undir landbúnaðarframleiðslu, sérstaklega á heimaslóðum. Alltaf mun reynast best hinn holli, heimafengni baggi.
 
Mikill landbúnaður í Wales
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson.
Gott dæmi um markvissa viðleitni til að efla landbúnað er sú ákvörðun Aberystwyth-háskóla í Wales frá 28. febrúar sl. að opna nýjan dýralæknaskóla sem tekur við fyrstu nemendunum í september 2021. Þar í bæ hefur verið búvísindanám á háskólastigi síðan árið 1878 en háskóli var stofnaður þar árið 1872. Því eiga kennsla og rannsóknir í þágu landbúnaðar sér langa sögu í Aberystwyth, bæði á sviðum búfjárræktar og jarðræktar, enda Wales þekkt innan Bretlandseyja fyrir blómlegar sveitir og mikla matvælaframleiðslu af ýmsu tagi.
 
Góður faglegur grundvöllur
 
Reyndar er liðin rúmlega öld síðan rannsóknir á búfjársjúkdómum og kennsla um þá hófst í tengslum við búvísindanámið í Aberystwyth og dýralæknar hafa lengi verið á meðal kennaraliðsins. Naut höfundur góðs af  á námsárunum í Aberystwyth 1966–1972. Ákveðið skref var stigið í september 2015 þegar stofnað var til sérstakrar þriggja ára B.Sc. námsbrautar í lífvísindum með áherslu á dýrasjúkdóma. Próf af henni hefur gefið góða starfsmöguleika og er sagt prýðilegur undirbúningur undir námið í nýja dýralæknaskólanum.  Nú hefur skrefið verið stigið til fulls með stofnun fyrsta dýralæknaskólans í Wales en til þessa hafa þeir næstu verið í Liverpool og Bristol í Englandi.
 
Blómleg sveitabyggð í Ceredigion sýslu við Cardigan flóa, skammt frá Aberystwyth. Helstu búgreinarnar eru sauðfjárrækt og nautgriparækt, bæði mjólkur og kjötframleiðsla. Bændur í Wales leggja mesta áherslu á að nýta graslendi sem best, bæði til beitar og fóðuröflunar. Lífræn ræktun, studd búvísindarannsóknum í Aberystwyth Háskóla, hefur eflst mikið síðustu áratugina.
 
Tilhögun dýralæknanámsins
 
Náminu í hinum nýja dýra­læknaskóla í Aberystwyth verður þannig háttað að kennslan verður þar fyrstu tvö árin, en þrem síðari árunum verja nemendurnir í Konunglega Dýralæknaskólanum (Royal Veterinary College - RVC) í Hawkshead í Hertfordshire, skammt norður af Lundúnum. Því verða dýralæknar með B.V.Sc. gráðu útskrifaðir af skólunum tveim í sameiningu. Prófessor Christianne Glossop, yfirdýralæknir í Wales, og prófessor Stuart Reid, rektor Konunglega Dýralæknaskólans,  hafa bæði lýst yfir mikilli ánægju með þetta samstarf skólanna sem þau telja að muni verða til heilla fyrir kennslu, rannsóknir og störf dýralækna í Wales og víðar í framtíðinni. Nýi dýralæknaskólinn í Aberystwyth verður hluti þeirrar stofnunar Háskólans í Aberystwyth sem sameinar þau vísindi sem snúa að líffræði, umhverfi og landbúnaði (Institute of Biology, Environmental and Rural Sciences – IBERS) og verður til húsa í fræðasetri sem er að rísa á Penglais hæð, kostað að hluta með gjafafé frá fyrrverandi nemendum. Þess má geta að þaðan er fögur útsýn yfir gamla bæinn og Cardigan-flóa.
 
Áhersla á gæði kennslu og ánægju nemenda
 
Flestir okkar ágætu dýralækna hafa numið í Danmörku, Noregi og Þýskalandi, fáir á Bretlandseyjum. Vegna tengsla minna við Háskólann í Aberystwyth, allt frá námsárunum þar, er mér kunnugt um að mikið hefur verið lagt í undirbúning nýja dýralæknaskólans um all langt árabil. Því ættu íslenskir stúdentar sem hafa hug á dýralæknanámi að kanna þá kosti sem bjóðast þar þegar kemur að umsóknum til erlendra háskóla. Eitt er víst að Háskólinn í Aberystwyth nýtur mikil álits á Bretlandseyjum. Bæði árin 2018 og 2019 fékk hann sérstaka viðurkenningu vegna gæða kennslunnar og nú í ár, 2020, hlýtur hann viðurkenningu sem besti háskólinn í Wales (The Sunday Times Good University Guide). Þá fékk hann á liðnu ári næsthæstu einkunn allra breskra háskóla fyrir ánægju nemenda með námið og aðstöðu til þess (National Student Survey). 
 
Upplýsingar um nýja dýra­læknaskólann í Aberystwyth er að finna á  https://www.aber.ac.uk/en/vet-sci/  Einnig má senda tölvupóst til Arthur Dafis upplýsingafulltrúa í netfangið: aid@aber.ac.uk.
 
Dr. Ólafur R. Dýrmundsson
oldyrm@gmail.com
Höfundur er fulltrúi Íslands sem tengiliður í hópi fyrrverandi erlendra nema við Háskólann í Aberystwyth í Wales ( International Alumni Services).
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...

Skírn í réttum
27. september 2024

Skírn í réttum

Hagur kúabúa vænkast
27. september 2024

Hagur kúabúa vænkast

Orkuskortur mun bíta fleiri en garðyrkjubændur
27. september 2024

Orkuskortur mun bíta fleiri en garðyrkjubændur

Blómlegt býli
27. september 2024

Blómlegt býli

Lífræni dagurinn 2024
27. september 2024

Lífræni dagurinn 2024