Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hvað kemur úr plastinu í ár?
Mynd / RML
Á faglegum nótum 27. ágúst 2019

Hvað kemur úr plastinu í ár?

Höfundur: Baldur Örn Samúelsson Ráðunautur í fóðrun, baldur@rml.is
Fer nú sumri senn að ljúka og vonandi hefur fóðuröflun gengið vel. Sums staðar hefur sumarið verið nokkuð frábrugðið því sem við höfum vanist vegna töluverðra þurrka. Það fer tvennum sögum af því hvort áburðurinn hafi náð að leysast upp í vor eða ekki.
 
Sums staðar hefur búfjáráburður ekki horfið ofan í svörðinn. Við þessar aðstæður geta grösin liðið skort sem getur komið niður á vexti og næringargildi. Köfnunarefnisskortur t.d. dregur úr vexti plantnanna og próteininnihaldi.
 
Blaðvöxtur er minni í þurrkatíð
 
Í þurrkatíð fara grösin að leggja megináherslu á að koma upp punti, því verður blaðvöxtur minni. Grösin „trénast“ fyrr og verður oftar en ekki hærra hlutfall af tréninu ómeltanlegt.  Veðráttan hefur því mjög mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum. Öll okkar framleiðsla hvort sem það er mjólk eða kjöt byggir á heyinu því myndi maður ætla að það væri gott að vita hvaða fóðurgildi og steinefni maður er með í höndunum.
 
Mikilvægi heyefnagreininga
 
Heyefnagreiningar geta nýst bæði í fóðuráætlanagerð og áburðaráætlanagerð. Mikilvægt er að taka sýni sem endurspegla heyforðann sem nota á yfir veturinn. Hægt er að taka safnsýni af mismunandi spildum sem voru slegnar á sama tíma og eru svipaðar í ræktun. Gott er að taka sýni úr hánni og grænfóðri ef slíkt er til. Ef tekið er verkað sýni þá þarf gróffóðrið að vera búið að verkast í 4-6 vikur áður en sýnið er tekið. Eigi að senda hirðingasýni til greiningar er gott að miða við að stærð þeirra sé um það bil einn handbolti á stærð.
 
Pantið heysýnatöku tímanlega
 
RML býður upp á heysýnatöku að vanda og hægt er panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu). Að panta heysýnatöku hjálpar okkur mikið þegar við skipuleggjum heysýnatökudagana - því hvetjum við bændur til að panta tímanlega. Einnig vil ég hvetja bændur til að kynna sér nýlegt samkomulag RML og Efnagreiningar ehf á Hvanneyri um afsláttarkjör á greiningum fyrir bændur í jarðræktar- eða fóðurráðgjafarpökkum hjá RML. 
 
Ef vakna einhverjar spurningar er um að gera að hafa samband en eftirfarandi ráðunautar munu koma að heysýnatökunni í ár og geta veitt nánari upplýsingar.
 
Eiríkur Loftsson, el@rml.is, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir jona@rml.is, Hjalti Sigurðsson hjalti@rml.is, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, glh@rml.is, Baldur Örn Samúelsson, baldur@rml.is, Harpa Birgisdóttir, harpa@rml.is, Anna Lóa Sveinsdóttir, als@rml.is, Linda Margrét Gunnarsdóttir, linda@rml.is
 
/Baldur Örn Samúelsson
Ráðunautur í fóðrun
baldur@rml.is
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...