Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd 1: Hvítt jarðarber að byrja að litast (dagur 1).
Mynd 1: Hvítt jarðarber að byrja að litast (dagur 1).
Á faglegum nótum 17. apríl 2018

Jarðarberjaræktun í gróðurhúsi – 3. hluti: Uppskera

Höfundur: Christina Stadler, Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson, Elías Óskarsson
Nú er komið að síðustu greininni af þremur um jarðarberjaræktun. Þessi grein fjallar um uppskeru jarðarberja.
 
Umhirða
 
Eins og sagt var í annarri grein þarf að hliðra jarðarberjaklösunum til að auðvelda aðgengi að berjunum þannig að léttara sé að tína berin. Þau þurfa ljós til að þroskast og taka lit auk þess sem þarf að uppfylla næringarþörf plöntunnar. Ef klasarnir eru ekki dregnir fram geta berin lagst í moldina. Ef það gerist þegar þau eru að vaxa og þyngjast getur myndast grámygla sem smitast auðveldlega milli plöntuhluta og berja. Grámyglan dregur úr og skemmir uppskeruna. Það er mikilvægt að aðgengi plantnanna að vatni og næringu sé ekki af skornum skammti þannig að berin haldi áfram að vaxa en einnig má heldur ekki vera of mikið af næringu því það eykur líkur á sjúkdómum.
 
Uppskera
 
Í uppskeru skipta magn og gæði jarðarberjanna höfuðmáli en hvorutveggja getur verið mismunandi á milli yrkja. Sú hlið berjanna sem snýr að birtunni er sú hlið sem byrjar að taka lit fyrst. Þegar berin eru farin að stækka þá eru þau fyrst hvít (mynd 1).
 
Það eru margir þættir sem hafa áhrif á litun berjanna eins og t.d. hitastig og birta (sól). Utanaðkomandi áhrif geta valdið því að berin litast mishratt (mynd 2).
 
Það þarf að fylgjast með þegar berin eru tínd að þau hafi náð að litast á öllum hliðum (mynd 3). Hins vegar má nefna að ef berin eiga að endast lengi eftir að þau eru tínd þá þykir gott að tína þau áður en allar hliðar verða rauðar eða þegar um þrír fjórðu hlutar bersins hefur náð rauðum lit (mynd 4). Ber sem eru tínd með þessum hætti innihalda ekki alveg jafn mikið af bragðefnum og eru ekki eins sæt og ber sem eru lituð allan hringinn (mynd 3).
 
Jarðarber eru tínd með ákveðinni aðferð sem felst í því að berin eru brotin af stilknum en ekki kippt af. Taka þarf varlega utan um berið og passa að það merjist ekki, annars kemur fingrafar á berið (mynd 5), ef það gerist verður geymsluþol bersins minna og getur mygla komið í farið.
 
Ef það á að geyma berin er nauðsynlegt að koma þeim sem fyrst í kæli. Æskilegt hitastig til geymslu í kæli á að vera 0-5°C.
 
Eftir að búið er að tína berið roðnar það lítið og hættir að stækka. Þess vegna þarf að passa upp á að tína þau á nákvæmlega réttum tíma. Of rauð ber merjast auðveldlega og skemmast þ.a.l. við minnsta hnjask. Best er að tína oftar og þá minna í einu, jafnvel daglega á sólríkum dögum. Einnig er gott að smakka berin til að vera viss um að þau hafi rétta bragðið, þannig lærist það smátt og smátt að sjá hvaða ber eru góð og hver eru súr. Berin verða súr ef brot kemur á klasastilkinn (mynd 6). Brot í stilk heftir aðgengi næringarefna að berjunum. Afleiðingar þess skila sér í því að berin stækka minna en þau ættu að gera, verða súr, eru með hörðum kjarna, litast illa og fræ setjast utar á berið.
 
Uppskerutímabilið fer eftir yrkjum og umhverfi en tekur yfirleitt um sex vikur. Stærðarflokkur er mismunandi milli yrkja en venjulega eru berin stór í upphafi uppskerutímans en fara svo minnkandi eftir því sem líður á. Það er æskilegt að velja yrki sem framleiðir lítið af útlitsgölluðum berjum (mynd 7) sérstaklega ef um mikla ræktun er að ræða og berin seld í verslunum (mynd 8). Upplýsingar um yrki er hægt að fá frá söluaðilum yrkjanna.
 
Christina Stadler, 
Börkur Halldór Bl Hrafnkelsson, 
Elías Óskarsson

12 myndir:

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...