Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Allium cepa – matlaukur – plöntur á Reykjum 2013.
Allium cepa – matlaukur – plöntur á Reykjum 2013.
Á faglegum nótum 12. maí 2020

Matlaukar

Höfundur: Guðríður Helgadóttir

Laukar af ýmsu tagi eru matjurtir sem sennilega eru til á hverju heimili enda gífurlega vinsælir í matargerð. Stærð, litur og bragð lauka er fjölbreytt og ýmist hægt að nota þá ferska eða eldaða. 

Almennt eru matlaukar ódýrir og af þeim sökum kannski einfaldast að nálgast þá í næstu verslun en þeir sem hafa prófað að rækta sína eigin matlauka eru líklegir til að halda því áfram því bragðið af nýuppteknum ferskum lauk úr eigin ræktun er ómótstæðilegt.

Allium cepa rauður – rauðlaukur – góðir sáðlaukar á Reykjum 22. maí 2013.

Snemmsprottin yrki

Snemmsprottin yrki af venjulegum gulum matlauk og rauðlauk er hægt að rækta með prýðilegum árangri við íslenskar aðstæður, þótt laukarnir verði sennilega ekki eins stórir hérlendis og þeir verða á hlýrri slóðum. Stærðin skiptir hins vegar ekki öllu máli í þessu sambandi, ekki þegar bragðmagnið í ferska lauknum er tekið með í reikninginn.

Hægt er að sá til laukanna með fræjum en þeir vaxa hægt í byrjun og slík ræktun getur tekið marga mánuði. Auðveldast er að nálgast svokallaða sáðlauka í garðyrkjuverslunum snemma vors og setja þá niður svipað og kartöfluútsæði beint í mold, þegar fer að hlýna. Jarðvegur fyrir laukaræktun þarf að vera frjósamur og rakaheldinn og framræsla þarf að vera góð því laukarnir þola ekki að standa lengi í rennblautum jarðvegi. Jafnframt þarf að tryggja að vaxtarstaður þeirra sé sólríkur og í góðu skjóli og hér getur akrýldúkur komið að góðum notum, undir dúknum er hitastigið oft 1-3°C hærra en fyrir utan dúkinn og það munar um minna við íslensk skilyrði. Laukana er einnig hægt að rækta í pottum á svölum með góðum árangri, eins og dæmin sanna. Kosturinn við lauka á svölum er að þeir þurfa ekki mikið vaxtarrými og hægt að hafa nokkra saman í potti, potturinn þarf að standa þannig að ekki safnist vatn fyrir í honum. 

5 til 10 cm milli laukanna

Við niðursetningu sáðlauka á vorin er hægt að hafa um 5-10 cm millibil milli laukanna (og 20-25 cm milli raða ef þeir eru settir í beð) og eru þeir settir niður þannig að mjói endinn vísi upp, laukkakan niður.  Gott er að miða við að laukurinn fari það langt niður að ofan á hann sé að minnsta kosti hæðin á lauknum sjálfum, þannig að ef laukurinn er 3 cm á lengd eru að minnsta 3 cm niður á toppinn á honum eftir gróðursetninguna. 

Matjurtaræktun.

Laukblöðin eru löng og mjó og í roki er hætt við að brot komi í þau. Því getur verið ágæt að gera ráð fyrir stuðningi við laukblöðin þannig að þau leggist ekki í jörðina. Sáðlaukurinn byrjar á því að mynda blöð og nýtir til þess forða úr lauknum sjálfum. Blöðin eru lítil í fyrstu og þola illa samkeppni við illgresi, því þarf að hreinsa það í burtu jafnóðum. Þegar líður á sumarið eykst forðasöfnun neðanjarðar í lauknum og hann stækkar. Það fer eftir því hversu fljótsprottin viðkomandi yrki eru, hvenær hægt er að uppskera laukana en almennt má gera ráð fyrir því að sáðlaukar sem settir eru niður um miðjan maí á hlýjan og góðan vaxtarstað séu komnir með ágætis lauka upp úr miðjum ágúst. Þeir sem búa svo vel að eiga kalt gróðurhús ættu tvímælalaust að rækta matlauka.

Ofanjarðarblöðin sæt og safarík

Laukana er hægt að taka upp í ágúst og nýta ferska og er þá um að gera að nýta bæði mjóu ofanjarðarblöðin, sem og sætan og safaríkan forðalaukinn. Ef ætlunin er að geyma laukana fram eftir hausti er hægt að bíða með upptöku þar til ofanjarðarblöðin fara að visna, þá eru laukarnir teknir upp og geymdir á þurrum stað þar til skænisblöðin (ystu blöðin í lauknum) eru orðin brúnleit eða rauðleit og þurr viðkomu. 

Matlaukar eru bráðhollir og innihalda efni sem talin eru sótthreinsandi og styrkja ónæmiskerfið. Laukur ætti því að vera hluti af undirstöðufæðu allra.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...