Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Grænkál.
Grænkál.
Á faglegum nótum 23. júní 2020

Notum lífræna næringargjafa á matjurtirnar

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Garðeigendur sem rækta matjurtir sínar sjálfir hafa nú, eða eru um það bil að ljúka við gróðursetningu þeirra. Margar matjurtir, til dæmis káltegundir og gulrófur eru gráðugar plöntur sem þurfa aðgang að nægri næringu allan vaxtartímann.

Fyrir gróðursetningu er settur áburður í jarðveginn sem plönturnar nýta sér fyrstu vikurnar meðan þær eru að koma sér fyrir í jarðveginum og hefja vöxt. Síðar á vaxtartímanum gengur á þann forða, plönturnar taka upp næringu og hluti hennar skolast út með rigningu. Þá er tilvalið að gefa aukanæringuna með lífrænum næringargjöfum.

Brokkolí.

Jarðvegslíf eykst með lífrænum áburði

Lífrænir næringargjafar eru húsdýraáburður, safnhaugamold, fiskimjöl og þörungamjöl og önnur efni sem hafa næringargildi fyrir plönturnar. Sá grundvallarmunur er á lífrænum og tilbúnum áburði að sá lífræni þarf að brotna niður í jarðveginum til að hann komi plöntunum til góða. Niður­brotsferlið verður fyrir tilstilli smádýra og örvera sem nýta lífræna efnið til að þrífast og skila því að lokum aðgengilegu fyrir plönturæturnar. Með því að nota lífrænan áburð erum við því að stuðla að auknu jarðvegslífi. Tilbúinn áburður er aðgengilegur um leið og hann blotnar og hefur engin, eða jafnvel slæm áhrif á jarðvegslíf og eðliseiginleika jarðvegsins.

Bætt jarðvegsbygging

Lífrænir áburðargjafar eins og safnhaugamold og húsdýraáburður hafa annan ótvíræðan kost í för með sér. Þeir hafa mjög jákvæð áhrif á jarðvegsbygginguna. Með notkun á slíkum næringargjöfum styrkist kornabygging jarðvegsins, hann verður loftríkur og rakastigið verður hentugt fyrir plönturnar. Hæfileg íblöndun með grófu, lífrænu efni er sem sagt til mikilla bóta og á þann hátt er gott að bæta jarðveg sem er orðinn blautur, loftlaus og duftkenndur. Aðrar lífrænar áburðargerðir eins og fiskimjöl og þörungamjöl hafa hátt næringargildi en auka ekki gæði jarðvegsins á sama hátt.

Við notkun húsdýraáburðar er rétt að nota skít sem hefur staðið lengi í haug áður en hann er notaður. Safnhaugamold þarf líka að vera orðin nokkuð gömul til að hún komi að fullum notum.

Notkun

Þegar matjurtaplönturnar eru orðnar nokkuð stálpaðar er ágætt að dreifa á beðin þunnu lagi af lífrænum áburði og klóra hann niður í efsta lag jarðvegsins. Vövkun sér síðan um að færa hann nær rótarkerfi plantnanna og örverur jarðvegsins taka að brjóta hann niður. Hægt er að miða við að dreifa gömlum húsdýraáburði eða safnhaugamold  tvö eða þrjú skipti á vaxtartímanum, nokkurra sentimatra lag í senn í matjurtabeðið eða sem nemur einum lítra á hvern fermetra af vel sigtuðu efni. Salat, gulrætur og aðrar jurtir sem þurfa minni næringu þurfa aðeins helming þess sem td. kálplöntur þurfa. Gæta þarf þess að skola blaðsalat vel eftir dreifingu. Þegar kemur fram í miðjan ágústmánuð er yfirleitt óþarfi að gefa viðbótarnæringu. Mjölkenndur áburður eins og fiskimjöl er notað á sama hátt en í mun minna magni, 50-100 grömm á fermetra í hvert sinn.

Afurðir heimilisjarð­gerðarinnar nýtist í matjurtaræktina

Sjálfsagt er að nota það sem fellur til við jarðgerð garða- og eldhúsúrgangs í matjurtabeðin. Þannig má slá margar flugur í einu höggi, draga úr kostnaði við sorphirðu, fá ljómandi góða næringu í beðin og bæta eðliseiginleika, örveru- og næringar­ástand jarð­vegsins til að auka vöxt og heilbrigði mat­jurtanna. Að sjálfsögðu er svo hægt að nota hráefni jarðgerðarinnar í blómabeð, grasflötina og sem næringu á trjá- og runnabeð.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...