Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor
Á faglegum nótum 3. júlí 2018

Ríflega 500 milljón ára gömul fótspor

Höfundur: Vilmundur Hansen

Elstu steingerð fótspor óþekkts skordýrs sem nýlega fundust í Kína eru talin vera 500 milljón ára gömul og elstu fótspor lífveru sem vitað er um. Fundurinn er sagður leiða vísindin nær svari um hvaða dýr mynduðu fyrst fætur.

Sporin sem um ræðir eru sögð vera eftir óþekktan áa nútíma skordýra eða orms. Út frá fótsporunum er ekki hægt að greina útlit dýrsins en vísindamenn segja að þetta séu elstu ummerki sem fundist hafa til þess um dýr með fætur.

Í grein í tímaritinu Science Advances þar sem fjallað er um fótsporafundinn segir meðal annars að dýr hafi þróað með sér fætur til að fara á milli staða, byggja sér athvarf, berjast með og finna með fæðu. Þróun fóta hefur því haft fjölþætt áhrif á þróun lífsins á jörðinni og þeirra dýra sem fetuðu í fyrstu fótsporin.

Fótsporasteingervingurinn fannst í Yangtse-gilinu í Suður-Kína milli tveggja steinlaga sem hafa verið greind á milli 541 til 551 milljón ára gömul. Elstu fótspor sem áður hafa fundist hafa verið greind sem 10 til 20 milljón árum yngri og er talið að sprenging í þróun lífsins á jörðinni hafi átt sér stað á því tímabili.

Talið er að fótsporin séu eftir kvikindi sem gekk í blautum jarðvegi við árbakka áður en að dýr höfðu flutt sig upp á þurrt land að neinu ráði. Ekki hefur verið ráðið af fótsporaleifunum hversu mörg fótapör kvikindið hefur haft og því af hvaða flokki smádýra. 

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...