Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Þó spár hafi verið gefnar út um samdrátt í efnahagsmálum á heimsvísu af OECD og fleiri stofnunum, þá taka menn gjarnan fram að í öllum þessum spám sé nær algjör óvissa um framvinduna.
Fréttaskýring 5. júlí 2020

Versti efnahagsskellurinn vegna COVID-19 á enn eftir að koma í ljós

Höfundur: HKr.
Heimsbyggðin er enn ekki farin að upplifa verstu efnahagslegu afleið­ingarnar af COVID-19 ef marka má spár OECD. Samkvæmt áætluðum tölum var mest atvinnuleysi á Spáni eftir 1. ársfjórðung 2020, eða 13,9%. Þá kom Frakkland með 7,8% og í þriðja sæti var Kanada með 6,3% atvinnuleysi. Á evrusvæðunum sem samanstendur af 17 ESB ríkjum, þá var atvinnuleysið að meðaltali 7,2%. 
 
Í lok fyrsta ársfjórðungs var uppsagna í kjölfar vandræða fyrirtækja út af lokunum vegna COVID-19 ekki farnar að gæta mjög. Í spá OECD um annan ársfjórðung er greinilega farið að meta inn í tölurnar áhrif af uppsögnum og gjaldþrotum fyrirtækja. Þá er Spánn kominn í 19% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin komin upp í annað sætið með 17,5% atvinnuleysi. Í þessari sviðsmynd er meðaltalsatvinnuleysi OECD ríkjanna 11,4%, en minnst eru áhrifin af COVID-19 sögð í Japan en þar er atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi 2020 metið 3,6%. 
 
Mat OECD er að á þriðja ársfjórðungi verði atvinuleysið á Spáni komið í 22% og lækki í 13,5% í Bandaríkjunum en verði 12,4% í Frakklandi sem er þar í þriðja sæti. OECD löndin eru þá að meðaltali með 10,6% atvinnuleysi. 
 
Á fjórða ársfjórðungi er búið að reikna áhrif af annarri bylgju COVID-19 inn í spána. Samkvæmt því yrði Spánn kominn með 25,5% atvinnuleysi að meðaltali og Bandaríkin með 16,9%. Í þriðja sæti er komið Bretland með 14,3% og Frakkland er þar í fjórða sæti með 13,7% atvinuleysi. Evruríkin eru þar talin verða með 12,6% atvinnuleysi að meðaltali og OECD ríkin það sama. Japan er sem fyrr lægst með 4% atvinnuleysi. 
 
Hægur viðsnúningur á næsta ári
 
OECD áætlar að á fyrsta árs­fjórðungi 2021 fari örlítið að draga úr atvinnuleysinu og sýnir þar Spán með 24% atvinnuleysi, Bandaríkin með 13,6% og Frakkland í þriðja sæti með 12,4%, en Bretland í því fjórða með 11,8%.
 
Undir lok næsta árs er gert ráð fyrir áframhaldandi minnkun atvinuleysis, en eigi að síður yrði það meira en við upphaf COVID-19. Spánn verður þar að mati OECD með 20% atvinnuleysi, Frakkland með 10,3%, Evrusvæðin með 10,2% og Bandaríkin með 10%. Samkvæmt þessari spá yrðu OECD löndin komin niður í 8,9% atvinuleysi að meðaltali í árslok 2021. 
Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg
Fréttaskýring 8. mars 2024

Umræða um geðheilsu bænda mikilvæg

Vísbendingar eru um að bændur séu líklegri til að þjást af einkennum streitu og ...

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast
Fréttaskýring 23. febrúar 2024

Framtíðarlandbúnaður á eftir að stökkbreytast

Á komandi áratugum er líklegt að landbúnaður breytist verulega. Þættir eins og t...

Úrgangsmálin í ólestri
Fréttaskýring 9. febrúar 2024

Úrgangsmálin í ólestri

Í byrjun síðasta árs tóku gildi lög hér á landi þar sem bann er lagt við urðun á...

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika
Fréttaskýring 30. janúar 2024

Bændur telja samningsstöðu sína gagnvart afurðastöðvum veika

Aðstöðumunur kúabænda vegna mismunandi stuðnings við kvótakaup milli landsvæða h...

Auður, kvóti, mjólk og skuld
Fréttaskýring 26. janúar 2024

Auður, kvóti, mjólk og skuld

Þegar tiltekinn hópur bænda hefur tök á að eignast mjólkurkvóta með því að vera ...

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða
Fréttaskýring 13. janúar 2024

Dýrmæt erfðaefni dreifast víða

Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML), segir að ...

Ræktunarland verður kortlagt
Fréttaskýring 8. desember 2023

Ræktunarland verður kortlagt

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga um nýja landsskipulagsstefnu til 15 á...

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...