Fréttir / Fréttir

340 bændur skora á samninganefndir að setjast aftur að samningaborði

Hópur kúabænda hefur staðið fyrir undirskrifasöfnun síðustu daga þar sem skorað er á samninganefndir bænda og ríkisins að setjast aftur að samningaborðinu og endurskoða nýundirritað samkomulag um nautgripasamning.

Fræðslufundur um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti

Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar að Dalshrauni 1b í Hafnarfirði.

Útflutningsstyrkur lækkar í Noregi

Norsku Bændasamtökin og stjórn­völd þar í landi urðu á dögunum sammála um hvernig koma ætti til móts við norska kúabændur, nú þegar minnka á framleiðslu á mjólk þar í landi á næstu tveimur árum.

Evrópskir bændur biðja um markaðsstuðning vegna bandarískra tolla

Landbúnaðarráðherrar frá Ítalíu og Frakklandi hafa óskað eftir því við Evrópusambandið að nota markaðsstuðning til að hjálpa bændum við áhrifin sem tollurinn sem settur var á í Bandaríkjunum hefur.

Krefjast þess að landnýtingarþáttur gæðastýringar verði lagður niður

Í tölvupósti sem Landvernd og Náttúruverndarsamtök Íslands sendu Skúla Eggertssyni ríkisendurskoðanda 28. ágúst síðastliðinn er ábending til embættisins um að vafi leiki á að framkvæmd gæðastýringar í sauðfjárrækt standist lög og lögmæta stjórnsýsluhætti.

Búist er við að 25% af svínum heimsbyggðarinnar drepist

Forseti Alþjóðadýraheilbrigðis- stofnunarinnar (OIE) varaði við því í síðustu viku að að u.þ.b. fjórðungur svínastofna heimsins muni drepast af völdum afrísku svínapestarinnar. Sjúkdómurinn breiðist nú hratt út og virðist faraldurinn algjörlega vera kominn úr böndunum.

Stuðningur við landbúnað í ESB- ríkjum er 58,5 milljarðar evra

Alls runnu 58,5 milljarðar evra til landbúnaðarkerfis Evrópusambandsins, CAP, á árinu 2018, samkvæmt nýlegum tölum Eurostat. Það er um 40% af útgjöldum ESB. Þar af nema beingreiðslur tæpum 41,5 milljörðum evra, eða 70,9%.