Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Elsta steingerða lilja sem vitað er um.
Fréttir 10. september 2019

115 milljón ára gömul lilja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlegur fundur á steingerðri lilju, sem hefur verið aldursgreind 115 milljón ára gömul, sýnir að dulfrævingar voru orðnir fjölbreyttir í útliti fyrir rúmum hundrað milljón árum.

Í nýlegri grein í Nature Plants segir frá því að alþjóðlegt teymi fornleifa- og grasafræðinga staðfesti að steingervingur af blómi sem fannst í Brasilíu sé steingerð lilja sem hafi lifað fyrir um 115 milljónum ára.

Steingervingurinn er elsta steingerða lilja og jafnframt einn elsti einkímblöðungur sem vitað er um og hefur fengið heitið Cratolirion bognerianum.  Með hjálp þrívíddar­tækni tókst að ná þokkalegri mynd af plöntunni og greina hana. Með greiningu plöntunnar hafa vaknað spurningar um þróun plantna í hitabeltinu fyrir milljónum ára.

Steingervingurinn, sem fannst í fersku vatni Crato-vatns í norðausturhluta Brasilíu, er óvenju heill, 40 sentímetra langur með rót, stöngli, blöðum og blómi. Í honum má einnig sjá móta fyrir einstaka frumum. 

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...