Fréttir 18. desember 2019

2019 þriðja heitasta ár frá því að mælingar hófust

Vilmundur Hansen

Samkvæmt því sem segir í orðsendingu frá Alþjóðlegu veðurathugunarmiðstöðinni bendir allt til að árið 2019 verði þriðja heitasta ár síðan mælingar hófust.

Þar segir einnig að síðasti áratugur hafi einnig verið óvenju heitur og sá heitasti sem mælst hefur. Meðaltalshiti áranna 2010 til 2019 er um 1,1° á Celsíus hærri en fyrir upphaf iðnbyltingarinnar og sýnir að hlýnunin nálgast hratt þær 1,5° á Celsíus sem margir vísindamenn segja að muni hafa gríðarleg áhrif á lífríkið. Auk þess sem talið er að hlýnuninni muni fylgja meiri breytingar í átt til öfga í veðri, hitabylgja, flóða og þurrka, í öllum heimsálfum. 

Erlent