Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áburðarverð hefur hækkað um 10 til 14 prósent
Mynd / BBL
Fréttir 2. febrúar 2018

Áburðarverð hefur hækkað um 10 til 14 prósent

Höfundur: smh
Verðskrár áburðarsala liggja nú fyrir og eru aðgengilegar á vefjum þeirra. Meðalverðhækkanir eru í kringum 10 til 11 prósent frá því í fyrra og vega hækkanir á heimsmarkaði þyngst. 
 
Lífland býður upp á 16 tegundir
 
Jóhannes Baldvin Jónsson, deildarstjóri ráðgjafar og vöruþróunar hjá Líflandi, segir að vorið 2016 hafi áburður lækkað nokkuð frá fyrra ári og í fyrra urðu einnig allsnarpar lækkanir, eða 20–25 prósent frá fyrra ári. „Nú erum við að sjá 10–11 prósent meðalhækkun milli ára og vegur þar erlend hækkun mest þó svo að gengið sé líka að spila með.
 
Lífland  býður í ár upp á 16 vörutegundir og er áhersla lögð á að bjóða aukið úrval af selenbættum vörum þetta árið. Til viðbótar höfum við bætt við okkur tvígildum DAP áburði með háu fosfórhlutfalli auk kornaðs kalks.“
 
Nýr kostur hjá Skeljungi
 
Lúðvík Bergmann, sölustjóri áburðar hjá Skeljungi, segir að fyrirtækið markaðssetji Sprettinn nú þrettánda árið í röð. „Undanfarin ár höfum við verið að kynna nýjan kost fyrir bænd­ur, Sprettur+OEN, sem getur lækkað áburðarreikninginn svo um munar. Bændur hafa tekið þessari nýjung fagn­andi og salan aukist um 100 prósent á þessum tegundum milli ára. 
 
Verðskrá Spretts hækkaði um 11 prósent að meðaltali frá 2017 og kemur það til vegna erlendra hækkana að mestu, en einnig vegna veikara gengis krónunnar.“
 
Áburðarsala fer vel af stað 
 
Að sögn Einars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Búvís, varð verðhækkun milli áranna 2017 og 2018, eftir verðlækkanir undanfar­inna tveggja ára þar á undan. „Hækk­unin er misjöfn eftir tegundum en nemur að meðaltali 9,68 prósentum.
 
Orsaka þessara hækkana má finna í hækkun á heimsmarkaðsverði. Mest er hækkunin á köfnunarefni. Hagstæðara gengi dollars nú miðað við sama tíma í fyrra dregur hins vegar úr hækkuninni. Búvís býður upp á nánast sama úrval á áburði og í fyrra og hefur áburðarsala farið mjög vel af stað það sem af er árinu.“ 
 
Tvær nýjar tegundir hjá SS 
 
Elías Hartmann Hreinsson, deildar­stjóri búvörudeildar hjá Sláturfélagi Suðurlands, segir áburðarverð á Yara-áburði hafa hækkað um 14 prósent á milli áranna 2017 og 2018. „Munar þar mestu um hækkun á köfnunarefni sem hækkaði um 18 prósent ásamt umtalsverðri hækkun á fosfór og kalí á milli ára sem og veiking gengis íslensku krónunnar.
 
Sláturfélag Suðurlands kemur með tvær nýjar áburðartegundir með seleni á markaðinn þetta árið; tvígild­an áburð (NP 25 - 2 se) og þrígildan áburð (NPK 23-3-8 se). 
 
Við niðurstöður heyefnagreininga kemur í ljós að selen í Yara-áburði skilar sér að fullu í gróffóðrið.“
 
Verðþróun snúist við
 
Sigurður Þór Sigurðsson segir að á undanförnum tveimur árum hafi verð á áburði lækkað á alþjóðlegum mörkuðum í erlendri mynt og á sama tíma hefði gengi krónunnar styrkst. „Fyrir þessa áburðarvertíð snerist þessi þróun við. Innkaupsverð áburðar hækkaði í erlendri mynt, verð á skipaflutningum hækkaði og gengi krón­unnar veiktist miðað við sama tímabil fyrir ári síðan. Veiking krónunnar hef­ur raunar haldið áfram síðan verðskrá Fóðurblöndunnar var birt.
 
Verðskrá Fóðurblöndunnar hækkaði um 14 prósent frá fyrra ári eftir að hafa lækkað samtals um rétt tæplega 40 prósent samtals á síðustu tveimur árum þar á undan.
 
Vöruskráin okkar er lítið breytt enda byggja okkar áburðarformúlur á áralangri reynslu íslenskra bænda.  Undanfarin ár hefur verið bætt við fleiri tegundum sem innihalda selen.“ 
 

Skylt efni: áburðarverð | áburður

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...