Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá sláturhúsi SS á Selfossi.
Frá sláturhúsi SS á Selfossi.
Mynd / Bbl
Fréttir 22. apríl 2020

Áhyggjur af mönnun sláturhúsanna í haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Sláturleyfishafar hafa þegar hafið undirbúning vegna sláturtíðar á komandi hausti. Stór hluti starfsmanna á hverri sláturtíð kemur frá útlöndum, í stórum stíl frá Póllandi og víðar. Sama fólkið kemur gjarnan ár eftir ár í sömu sláturhúsin, vant fólk sem þekkir vel til verka og heldur afköstum uppi. 

Alla jafna er gengið frá ráðningum starfsfólks í maí og því telja sláturleyfishafar brýnt að innan tíðar verði ljóst hvort hömlur verði í gildi varðandi komur fólks til landsins þannig að unnt verði að leita annarra leiða til að manna sláturhúsin. Hópur slátrara frá Nýja-Sjálandi hefur komið til starfa í tveimur sláturhúsum en hefur nú dregið umsóknir til baka, sem sýnir að fólk hefur vaðið fyrir neðan sig þegar að ferðalögum milli landa kemur.

SS reiknar með að fólkið fái að koma

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands. 

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands (SS), segir það láti nærri að um 80% af mönnun sláturtíðar sé erlent verkafólk sem einkum komi frá Póllandi en slátrarar frá Nýja-Sjálandi.

„Að svo komnu máli reiknum við með að í haust verði ekki hindranir í að fá þetta fólk til landsins,“ segir hann.

„En ef í það stefnir verður augljóslega mikill vandi á höndum hjá öllum sláturleyfishöfum og þá einnig hjá bændum. Eflaust yrði þá sótt um undanþágu eða rýmkun á skilyrðum svo hæg verði að slátra með vönum mannskap.“

KS segir að staðan sé langt frá því að geta talist eðlileg

„Við erum að sjálfsögðu farin að huga að sláturtíð og værum það hvort heldur sem er þó allt væri eðlilegt,“ segir Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri hjá Kjötiðnaðarsviði KS. Staðan nú sé hins vegar langt frá því að geta talist eðlileg, „og við höfum vissulega áhyggjur af mönnun sláturhúsanna í haust“.

Ef til vill meira framboð af innlendu vinnuafli

Ágúst Andrésson, framkvæmdastjóri hjá Kjötiðnaðarsviði KS.

Um 75–80% af starfsfólki í sláturtíð hjá KS hefur verið erlent vinnuafl. Ágúst segir að KKS og SS hafi fengið sérhæft starfsfólk frá Nýja-Sjálandi til starfa og voru alls 21 slátrari tilbúnir að mæta í sláturtíð á komandi hausti. Nánast allir hafi þeir dregið boð sitt til baka. „Það segir okkur að þetta snýst líka um viðhorf fólks til ferðalaga, ekki einungis hvaða reglur muni gilda á Íslandi í haust hvað þetta varðar,“ segir Ágúst. Ráðning á sérhæfðu starfsfólki utan ESB þarf jafnan góðan aðdraganda vegna allra þeirra tilskildu leyfa sem sem krafist er og segir Ágúst að til þess geti komið að beðið verði um undanþágur verði annað komið í lag fyrir haustið.  „Ef fer sem horfir verður líka kannski eitthvað meira framboð af vinnuafli hér innanlands, sem vonandi gefur kost á sér í þessi störf.“

Gætum þurft að draga úr afköstum og minnka nýtingu

Ágúst segir að sláturhús hafi árum saman verið mönnuð yfir sláturtíð með erlendu vinnuafli og að stórum hluta komi sama fólkið ár eftir ár og kunni því vel til verka. Þannig náist fljótt upp afköst og unnt að veita bændum skjóta og góða þjónustu á þeim tveimur mánuðum sem sláturtíð jafnan stendur yfir. „Ef þetta næst ekki gætum við þurft að grípa til þess að draga úr afköstum og nýtingu, þ.e. slátra minna hvern dag og sláturtíðin næði þá yfir lengra tímabil.  Eins gæti þá komið til þess að við þyrftum að minnka nýtingu á aukaafurðum og leggja megin áhersluna á slátrun og nýtingu aðalafurða með sem einföldustum hætti,“ segir Ágúst og bætir við að það væru mörg skref aftur á bak fyrir afurðastöðvar eins og KKS á Sauðárkróki og SKVH á Hvammstanga.

„Allt eru þetta verkefni eins og hvað annað sem þarf að leysa og ég trúi því að allir munu leggjast á eitt í því,“ segir hann. 

– Sjá stöðuna hjá fleiri
sláturhúsum á bls. 2 í nýju Bændablaði

 

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.