Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Joshua Applestone, eigandi Applestone Meat Company, vildi hjálpa bændum að fá til sín meira fyrir sitt kjöt og opnaði verslun með kjötsjálfsölum í New York sem opin er allan sólarhringinn. Myndir / Jennifer May/Applestone Meat Company
Joshua Applestone, eigandi Applestone Meat Company, vildi hjálpa bændum að fá til sín meira fyrir sitt kjöt og opnaði verslun með kjötsjálfsölum í New York sem opin er allan sólarhringinn. Myndir / Jennifer May/Applestone Meat Company
Mynd / Jennifer May/Applestone Meat Company
Fréttir 12. júní 2020

Bjóða svæðisbundið kjöt allan sólarhringinn

Höfundur: ehg – Nationen
Árið 2016 opnaði Applestone Meat Company tvo sölustaði í New York með sjálfsala þar sem neytendur geta keypt svæðisbundið lífrænt ræktað kjöt allan sólarhringinn og viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér.
 
Eftir að kórónukrísan skall á hefur salan aukist til muna enda örugg leið fyrir fólk að kaupa sér matvæli. 
Kjötið sem selt er í sjálfsölunum kemur frá bændum á svæðinu sem eru himinlifandi með viðtökurnar. Á sölustöðunum eru fjórir sjálfsalar, einn fyrir nautakjöt, einn fyrir svínakjöt, einn fyrir kjúklingakjöt og einn fyrir lambakjöt. Neytendur velja sér kjöt á einfaldan hátt og borga með korti. 
 
Kjötsjálfsalar í röð í verslun Applestone Meat Company. 
 
Langaði að hjálpa bændum
 
„Þegar ég seldi fyrrum rekstur minn árið 2013 var ég ekki alveg viss hvað ég ætlaði að gera en mig langaði að hjálpa bændum með að slátra dýrunum sínum en á þann hátt að þeir gætu þénað meira. Mig langaði ekki að opna venjulega verslun sem seldi kjöt yfir búðarborðið því það er mikil vinna og þar verður maður að binda sig við ákveðinn afgreiðsluíma. Mig langaði líka að útrýma ákveðnum streituvaldi í hversdagsleika fólks að þurfa að drífa sig til slátrarans eftir vinnu,“ útskýrir eigandinn, Joshua Applestone, og segir jafnframt:
 
Þegar ég vissi hvað ég vildi fékk ég þessa hugmynd um að geta keypt vöruna án þess að hafa andlit á bakvið, það er framtíðin. Èg er mikill kjötmaður og ég veit hvernig maður selur kjöt en ekki óraði mig fyrir því að kórónuvírusinn myndi koma.“ 
 
Salan jókst á meðan aðrir lokuðu vegna COVID-19
 
„Fyrstu vikuna í mars fóru sölutölur upp hjá okkur á meðan aðrar kjötverslanir lokuðu. Þegar fólk byrjaði að hamstra varð mjög mikill erill hjá okkur. Núna slátrum við sjö daga vikunnar og opnum nýtt pakkhús sem þýðir að við aukum mannaflann um helming og sköpum ný störf. Sjálfsalarnir virðast vera hin fullkomna lausn fyrir fólk.“
 
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...