Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Búfé lógað vegna hita
Fréttir 31. janúar 2019

Búfé lógað vegna hita

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vegna gríðarlegra hita í Ástralíu hafa yfirvöld gefið leyfi fyrir því að dýrum sem eru aðframkomin af þorsta verði lógað. Hitinn sem víða hefur farið í 50° á Celsíus er svo hár að leðurblökur og fuglar hafa dottið af himnum ofan dauð vegna hans.

Nú þegar hafa 2.500 úlfaldar sem eru með þolnustu dýrum þegar kemur að vatnsskorti verið skotin í vesturhluta álfunnar. Auk þess er talið að lóga verði fjölda hrossa, geita og asna sem ekki finna vatn eða bithaga vegna þurrka.

Fjöldi villtra og húsdýra hafa fundist við uppþornuð vatnsból þar sem hitinn er mestur.

Hitamet í Ástralíu eru slegin ár eftir ár og er ástæðan almenn hlýnun andrúmsloftsins vegna loftslagsbreytinga af völdum sífells aukins magns gróðurhúsalofttegunda á andrúmsloftinu. Spár gera ráð fyrir að hiti í Ástralíu muni halda áfram að vaxa á næstu árum og að hitabylgjurnar komi til með að standa lengur og auka þannig enn á vatnsskort. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...