Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Efnahagsvandi Ítalíu er líka stóri vandi banka um alla Evrópu
Fréttir 29. apríl 2019

Efnahagsvandi Ítalíu er líka stóri vandi banka um alla Evrópu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mikill ótti er nú meðal fjárfesta og stjórnmálamanna í Evrópu við að skuldastaða banka og ítalska ríkisins kunni að leiða til nýrrar bankakreppu. Fréttaveitan Bloomberg segir að fátt sé meira rætt í fjármálageiranum um þessar mundir. 
 
Fjallaði Bloomberg um málið í síðasta mánuði og þar kemur fram að  hættulegust sé staðan gagnvart almennum lánum upp á 1,5 billjónir evra sem séu á bókum banka í Róm og Mílanó. Þetta samsvarar 204,6 milljón milljónum króna samkv. gengi 8. mars. Það er þó ekki eina hættan því vandræði heima fyrir myndu strax fljótt hafa keðjuverkandi áhrif víða um Evrópu.
 
Fram­kvæmda­stjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hefur áhyggjur

Image caption goes here
Fram­kvæmda­stjóri Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (International Monetary Fund - IMF), Christ­ine Lag­ar­de, sagði á dögunum að póli­tísk mis­tök hafi verið gerð í tengsl­um við evru­svæðið sem hafa orðið til þess að svæðið er hættu­lega ber­skjaldað gagn­vart efna­hags­leg­um krís­um. Hún sagði einnig að bank­ar á evru­svæðinu stæðu ekki nógu styrk­um fót­um til að takast á við frek­ari efna­hagserfiðleika.
 
Lag­ar­de, sem er fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Frakk­lands, telur að lausnin liggi í enn nánari samruna inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Meðal  ann­ars með einni sam­eig­in­legri inni­stæðutrygg­ingu.
 
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáði  því í janúar að verg landsframleiðsla á Ítalíu standi nánast í stað á yfirstandandi ári en gæti hugsanlega lagast um 0,6 prósentustig. Miðað við 1,3% verðbólgu þýðir það í raun versnandi stöðu. 
 
Ástæðan fyrir áhyggjunum er að Ítalía er með stórt og mikið efnahagskerfi, enda eru íbúar landsins rúmlega 60,7 milljónir. Erfiðleikar á Ítalíu geta því haft mjög alvarleg áhrif á efnahagskerfi ESB-ríkja í heild og sér í lagi þeirra ríkja sem eru aðilar að myntkerfi evrunnar. Þá er pólitísk staða í ESB-ríkjunum um þessar mundir líka talin geta haft neikvæð áhrif á framvindu efnahagsmála, að því er fram kemur í uppfærðri skýrslu IMF um horfur í efnahagsmálum. Athygli vekur að sjóðurinn telur að ef Bretar fari út úr ESB án samnings, þá geti það haft verri afleiðingar en ella. Væntanlega byggir það á því að verulega muni þá draga úr  fjármagnsflæði frá Bretlandi inn í efnahagskerfi evrusvæðisin, eða eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir; „with negative cross-border spillovers“.  
 
Vandinn beintengdur inn í banka um alla Evrópa
 
Samkvæmt umfjöllun Bloomberg gæti staðan fljótt snúist á þann veg ef illa fer að ítölsku bankarnir dragi með sér banka í Frankfurt í Þýskalandi. í París í Frakklandi og í Madrid á Spáni, sem halda utan um fjármögnun mikilla skulda opinberra aðila og einkaaðila á Ítalíu. Þannig gæti snarpur samdráttur á Ítalíu auðveldlega fellt fjölda banka víða um Evrópu. Er þetta byggt á gögnum opinberra bankayfirvalda í Evrópu. 
 
Segir Bloomberg að þó aðeins hafi dregið úr þenslunni á Ítalíu á síðasta ársfjórðungi 2018 og rólegt virðist í augnablikinu, þá sýni tölur frá því í haust að staðan geti fljótt snúist upp í vandræði. Enginn viti í raun hvar vendipunkturinn liggur.
 
Franskir bankar í verstri stöðu
 
Franskir bankar eru sagðir vera viðkvæmastir ef staðan versnar á Ítalíu og fjárfestar fara að losa sig út úr sínum skuldbindingum þar í landi. Þar er BNP Paribas-bankinn með verstu stöðuna eða útistandandi lán upp á 143,2 milljarða evra. Þar á eftir kemur Crédit Agricole með 97,2 milljarða evra og fjórir aðrir franskir bankar með 41,5 milljarða evra. 
 
Í Þýskalandi er Deusche bank með hæstu lánin, eða 29,6 milljarða evra. Þá kemur Commerz- bank með 12,4 milljarða evra og Volkswagen bank með 5,3 milljarða evra. Síðan eru þrír aðrir bankar með samtals 8,6 milljarða evra. 
 
Á Spáni er það BBVA-bankinn sem er í verstu stöðunni, með 13,2 milljarða evra útlán til Ítalíu. Tveir aðrir bankar á Spáni eru með samtals 8,3 milljarða evra. 
 
Í Belgíu er það DEXIA-bankinn sem hrikt gæti illilega í, en hann er með 23,1 milljarð evra í lánum til Ítalíu. 
 
Í Bretlandi er það Barclays sem farið gæti illa en hann er með 17,4 milljarða evra bundna í lánum á Ítalíu. 
 
Fjöldi annarra banka á síðan mikið undir að ekki fari illa í ítalska efnahagslífinu. Þá eru bankar með flóknar tryggingar sín á milli, þannig að ef einn stór banki yrði dreginn niður í svaðið, þá gætu dómínóáhrifin orðið fljót að velta vandanum yfir á aðra evrópska banka. Kokhreysti stjórnmálamanna í Þýskalandi og Frakklandi gagnvart stöðunni á Ítalíu getur þannig hæglega valdið því að ítalska bankakerfið missi jafnvægið. Fátt bendir hins vegar til að menn hafi lært mikið af síðustu bankakreppu og vandséð að massív prentun á evrum geti bjargað mönnum aftur út úr þeim vanda tímabundið. Enda eru menn enn ekki búnir að bíta úr nálinni með síðustu peningaprentun.Þar er enn dulinn vandi í kerfinu þar sem raunverðmæti eru ekki á bak við allt það gríðarlega peningamagn sem sett var í umferð.  
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...