Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Merkingastaðir, rauðir hringir, og endurheimtustaðir, appelsínugulir hringir, sjö hrognkelsa frá merkingum 2018 og 2019. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Merkingastaðir, rauðir hringir, og endurheimtustaðir, appelsínugulir hringir, sjö hrognkelsa frá merkingum 2018 og 2019. Mynd / Hafrannsóknastofnun.
Fréttir 8. júní 2020

Endurheimtur á merktu hrognkelsi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Árið 2018 hóf Hafrannsókna­stofnun í samvinnu við Biopol á Skagaströnd og grænlensku náttúrufræðistofnunina (GINR) að merkja hrognkelsi á fæðuslóð á víðáttumiklu hafsvæði í Norðaustur-Atlantshafi.

Rannsóknir síðustu ára hafa skilað margs konar þekkingu um hrygningu hrognkelsa og far þeirra á grunnslóð en skortur er á upplýsingum um lífshætti þeirra áður en þau koma að ströndum Íslands til hrygningar.

Nær samfleytt um allt Norðaustur-Atlantshaf

Á vefsíðu Hafrannsókna­stofn­unar segir að í alþjóðlegum uppsjávarrannsóknaleiðangri, sem beinist einkum að makríl, sýni yfirborðs­tog með flotvörpu að hrognkelsi er að finna samfleytt um nær allt Norðaustur-Atlantshaf, ef frá er skilið svæðið suður af Íslandi. Ekki er hins vegar vitað hvort hrognkelsi í Noregshafi hrygna við Ísland eða Noreg.

Skoða far hrognkelsa

Markmið merkinga er að greina far hrognkelsa, stofnsamsetningu, vaxtarhraða og hversu lengi þau halda sig á fæðuslóð áður en þau skila sér til hrygningar. Þá er mögulegt að merkingarnar og aðrar niðurstöður muni nýtast til að meta nýliðun og þannig gera kleift að spá fyrir um stærð næstu hrygningargöngu.

Sýnir fæðuslóð

Í heild voru 761 hrognkelsi merkt árin 2018 og 2019. Alls 7 fiskar hafa verið endurheimtir, 5 grásleppur og 2 rauðmagar. Eitt hrognkelsanna endurheimtist fjær merkingastað en áður hefur sést. Það var merkt í suðurhluta Irmingerhafs og endurheimtist við Langanes, í 1.230 km fjarlægð. Fyrra metið var 587 km. Þessar frumniðurstöður sýna að fæðuslóð grásleppu sem hrygnir við Ísland er bæði í Irmingerhafi og Íslandshafi.

Til að auka umfang þessara rannsókna er vonast til þess að Norðmenn taki þátt í þeim frá og með árinu 2021.

5.000 krónur fyrir merkið

Rannsóknin byggir á því að sjómenn skili inn merktum grásleppum. Þóknun upp á 5.000 krónur er veitt fyrir að skila inn heilum fiski með merki Hafrannsóknastofnunar eða Biopol.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...