Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust
Mynd / HKr.
Fréttir 7. september 2018

Engar bráðaaðgerðir fyrir sauðfjárbændur í haust

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Að loknum samningafundi ríkis og bænda, sem haldinn var föstudaginn 31. ágúst, er ljóst að ekki er von á bráðaaðgerðum nú í haust. Bændur verða því að taka ákvarðanir sínar nú í haust með hliðsjón af því.
 
Samninganefnd ríkis og bænda gaf út eftirfarandi yfirlýsingu að loknum fundinum.
 
Viðræður ríkis og bænda um endurskoðun samnings um starfsskilyrði sauðfjárræktar hófust 20. ágúst sl. Til grund­vallar í þeim viðræðum var yfirlýsing frá sjávarútvegs- og land­búnaðarráðherra og Bænda­samtökum Íslands frá 27. júlí sl. Þó niðurstaða um aðgerðir hafi ekki fengist verður viðræðum haldið áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings.
 
Aðspurður um stöðu viðræðna sagði Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri LS. þetta:
„Það eru nokkur vonbrigði að við náðum ekki fram aðgerðum fyrir sláturtíð. Miðað við horfur á mörkuðum væri æskilegt að framleiðsla á lambakjöti myndi dragast saman um 8–10% haustið 2019 frá því sem við áætlum að hún verði í komandi sláturtíð.  
 
Samninganefndin mun halda viðræðum áfram um almenna endurskoðun sauðfjársamnings á grundvelli yfirlýsingar sem gefin var út 27. júlí.  Það eru fjölmörg atriði sem ríkir sátt og samhljómur um. Meðal annars er brýnt að halda áfram að skoða möguleika á hagræðingu í afurðageiranum. Þar getum við byggt á því sem kemur fram í skýrslu KPMG.  Við munum leggja áherslur á aðgerðir sem bæta afkomu bænda og skapa stöðugleika í greininni til framtíðar,” sagði Unnsteinn.
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...