Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikill ótti er víða um lönd vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar.
Mikill ótti er víða um lönd vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar.
Fréttir 27. desember 2019

Engar sérstakar ráðstafanir á Íslandi gegn ASF

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Víða um lönd er nú verið að herða varnir gegn útbreiðslu afrísku svínapestarinnar (ASF) sem breiðist nú óðfluga út um heiminn. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun er ekki sérstakur viðbúnaður í gangi hér á landi vegna ASF fyrir utan þær ströngu innflutningsreglur sem gilda hér á landi. Þó er búist við auknu eftirliti og upplýsingagjöf samhliða því að breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti taka gildi um áramótin.

Matvælastofnun hefur verið að brýna það fyrir svínabændum að gæta fyllstu varúðar til að koma í veg fyrir að smit afrísku svínapestarinnar berist með varningi eða fólki inn á íslensk svínabú. Þá birti MAST í síðasta Bændablaði ábendingu til veiðimanna sem verið hafa erlendis við dýraveiðar að huga vel að sótthreinsun á öllum veiðibúnaði sem komið er með til landsins.

Afríska svínapestin hefur verið að breiðast hratt út og mun draga úr kjötframleiðslu í heiminum sem nemur tugum milljóna tonna. 

Áhyggjur í Evrópu út af villisvínum

Thelma Dögg Róberts­­dóttir, sérgreinadýralæknir hjá MAST, segir að áhyggjur manna úti í Evrópu og víðar séu mestar vegna hættu á að villisvín dreifi veirunni. Reynslan hafi sýnt að veiran berist gjarnan með kjöti af smituðum dýrum. Oft hafi fólk verið að gefa svínum afganga af slíku kjöti og smitað dýr á þann hátt.
Hafa því verið settar upp sér­stakar girðingar á landamærum Danmerkur og Þýskalands til að hefta för villisvína. Þá segir hún að Norðmenn hafi verið að íhuga mögulega útrýmingu villisvína í landinu.

ASF-veiran getur lifað árum saman í frosnu kjöti

„Vandinn er að veiran getur lifað í mörg ár í frosnu kjöti og einnig í þurrkuðu kjöti. Hér höfum við verið með mjög strangar reglur á innflutningi. Trúlega er tollvarningur þó ekki skoðaður eins gaumgæfilega og æskilegt væri.“

Mikil varúð viðhöfð á íslenskum svínabúum

Thelma Dögg segir að miklar varúðarráðstafanir séu viðhafðar á íslenskum svínabúum gagnvart smiti af öllu tagi. Þau eru um 20 talsins og þar eru að hennar sögn líklega einar bestu smitvarnir sem þekkjast í landbúnaði hérlendis.

– Hvað með ferðamenn sem koma með skipum eins og ferjunni Norrænu?
„Við höfum lagt áherslu á það við fólk að fóðra ekki svín eða önnur dýr með matarafgöngum. Slíkt er bannað. Við munum síðan halda áfram að upplýsa fólk um hættuna þótt hér séu ekki uppi sérstakar ráðstafanir vegna svínapestarinnar,“ sagði Thelma Dögg Róbertsdóttir. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...