Mynd/smh Búast má við minna úrvali innfluttra ávaxta og grænmetis ef hnökrar verða á vöruflutningum hingað til lands.
Fréttir 26. mars 2020

Er fæðuöryggi okkar tryggt á tímum kórónuveirunnar?

ghp

Fæðuöryggi þjóðarinnar er umfjöllunarefni innslags á Hlöðunni - hlaðvarpi Bændablaðsins.

Við lifum á undarlegum tímum. Þjóðfélagið er að aðlagast nýjum raunveruleika, sem felur í sér lítinn sem engan samgang við annað fólk, sóttkví, jafnvel veikindi og almenna röskun á veruleikanum eins og við eigum að venjast honum. Eitt hefur þó ekki breyst - við þurfum að borða.

Í skugga kórónuveirunnar hafa borist fréttir af lokun landamæra, hnökrum í vöruflutningum og yfirvofandi framboðsskorti í matvörubúðum. Við verðum kannski örlítið hrædd og förum jafnvel að hamstra.

Í þessu innslagi er rætt við talsmenn tveggja mikilvægra hlekkja í framleiðslukeðju matvæla hér á landi. Annars vegar Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubónda og formann Bændasamtaka Íslands, og hins vegar Grétu Maríu Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar.

Við spyrjum: Er til nóg af mat? Geta frumframleiðendur hér á landi uppfyllt fæðuþörf þjóðarinnar? Getum við búist við einhverjum breytingum á framboði matvæla í verslunum?

Hægt er að hlusta á innslagið hér að neðan og á öllum helstu hlaðvarpsveitum: