Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir
Mynd / smh
Fréttir 4. júlí 2019

Ferskt íslenskt kínakál og nýjar kartöflur í verslanir

Höfundur: smh

Fyrsta merki þess að upp sé runninn tími íslenska útiræktaða grænmetisins er þegar kínakálið kemur í verslanir – og sú er raunin í dag.

Að sögn Guðna Hólmars Kristinssonar, framkvæmdastjóra afurðarsviðs Sölufélags garðyrkjumanna, má búast við að á næstu vikum komi fleiri tegundir inn og strax um helgina koma nýjar íslenskar kartöflur í einhverjar verslanir.

Guðni Hólmar Kristinsson. Mynd / SFG

„Ég held að útiræktin líti nokkuð vel út eins og er. Fyrsta kínakálið kemur frá Óskari Rafni Emilssyni á Grafarbakka.  Kartöflurnar koma frá Vigni Jónssyni í Auðsholti og Óskari Kristinssyni og Birki Ármannssyni í Þykkvabæ.  Kartöflurnar eru frekar snemma á ferðinni en kínakál hefur stundum komið í lok júní.

Það gerist svo mikið í þessu á næstu tveimur til þremur vikum; þá fer að koma spergilkál, gulrætur, blómkál, hvítkál og grænkál. Rauðkál og gulrófur koma svo í ágúst,“ segir Guðni Hólmar Kristinsson.

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...