Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Framleiddar voru 6,6 milljónir tonna af appelsínum 2018
Fréttir 17. janúar 2020

Framleiddar voru 6,6 milljónir tonna af appelsínum 2018

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Appelsínuuppskera aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) nam 6,5 milljónum tonna árið 2018. Þetta var mesta framleiðsla síðan 2010 og kom meirihlutinn frá Spáni, eða 3,6 milljónir tonn, sem er 56% af heildar appelsínuuppskeru ESB-landanna.
 
Aðeins örfá ríki Evrópu­sam­band­sins hafa heppilegt loftslag fyrir appelsínurækt. Fyrir utan Spán voru helstu framleiðslulöndin Ítalía með1,6 milljónir tonna, eða 24% af heildarframleiðslunni. Síðan kom Grikkland með 0,9 milljónir tonna, eða 14%, að því er fram kemur í nýjum tölum Eurostat sem birtar voru 3. janúar síðastliðinn.
 
 
Appelsínur voru ræktaðar á tæplega 274.000 hekturum árið 2018, en rúmur helmingur alls svæðisins var á Spáni, eða 140.000 hektarar. Á Ítalíu var næsthæsta svæðið undir framleiðslu appelsína, eða 83.000 hektarar, eða 30% af heildinni. Þá kom Grikkland með 32.000 hektara sem er 12% af heildarræktunarsvæði á appelsínum í ESB-löndunum. 
 

Skylt efni: appelsínur

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...