Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 8. nóvember 2018

Greiningarvinna í gangi um framtíð mjólkurkvótakerfisins

Höfundur: smh
Haustfundum Landssambands kúabænda (LK) lauk fyrir síðustu helgi, en þeir stóðu yfir frá 8.–26. október. Fyrir kúabændum liggur fljótlega á næsta ári að ákveða hvort áframhaldandi kvótakerfi verður við lýði og því fór mestur tími í að ræða það málefni. 
 
Fjórtán fundir voru haldnir víðs vegar um landið og voru þeir vel sóttir, en talið er að um 380 manns hafi alls mætt á þessa fundi. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK, segir að umræðuefni fundanna hafi verið staða verkefna innan greinarinnar. Rædd voru málefni sem varða framleiðslu og sölu á mjólk og nautakjöti, sviptingar í tollaumhverfi, hráakjötsmálið svokallað, efnahalla í mjólkurframleiðslunni og fleira. 
 
Þá voru stefnumótanir sambandsins í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu kynntar til umræðu, en formlegar stefnumótanir um framtíðarskipulag verða gefnar út síðar í haust. Sköpuðust góðar umræður um málefnin, að sögn Margrétar.
 
Mest rætt um framtíð kvótakerfisins
 
„Mesta umræðan var um komandi atkvæðagreiðslu meðal mjólkur­framleiðenda um kvótakerfið í mjólkurframleiðslu og endurskoðun búvörusamninga á næsta ári. Það er ljóst að umtalsverðar breytingar þarf að gera á núgildandi búvörusamningi ef meirihluti kúabænda kýs áframhaldandi kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Fari atkvæðagreiðslan svo að bændur vilji falla frá kvótakerfinu,  þá verður endurskoðunin mun minni í sniðum,“ segir Margrét.
 
Greiningarvinna um áhrif mismunandi leiða
 
Margrét segir að nú sé í gangi greiningarvinna til að leiða í ljós hvað það hefur í för með sér að kjósa kvótakerfið áfram eða leggja það af. „Til þess að bændur geti tekið upplýsta ákvörðun um atkvæði sitt verður kynnt betur fyrir bændum hvað felst í því ef kvótinn verður áfram annars vegar og ef hann verður kosinn í burtu hins vegar. 
 
Liður í þeim undirbúningi er greining á mögulegum leiðum til að eiga viðskipti með mjólkurkvóta og líklegum kostum og göllum hverrar fyrir sig, bæði út frá hagfræðilegu og samfélagslegu sjónarhorni. Hafa LK og Bændasamtök Íslands (BÍ) samið við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að vinna þá greiningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok nóvembermánaðar. Í framhaldinu mun LK ásamt BÍ vinna úr niðurstöðunum, kynna vel fyrir bændum og teikna upp það kerfi sem gæti tekið við.
 
Eins er þónokkur vinna fram undan vegna hráakjötsmálsins en LK, líkt og önnur búgreinafélög, munu starfa náið með BÍ í því risastóra hagsmunamáli fyrir landbúnað á Íslandi,“ segir Margrét.  
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...