Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.
Fréttir 21. júní 2019

Gríðarlegir þurrkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Miklir þurrkar á Indlandi hafa leitt til þess að fólk hefur flúið hundruð þorpa. Hitinn hefur víða farið yfir 50° á Celsíus og ekki er talið að það muni rigna á næstu vikum.

Hitabylgjan sem legið hefur eins og mara yfir hluta Indlands undanfarnar vikur hefur leitt til mikilla þurrka og vatnsskorts. Allt að 90% íbúa í smáþorpum hafa flúið heimili sín í leit að vatni og dæmi eru um að veikir og aldraðir hafi veri skildir eftir.

Yfirvöld segja að þurrkarnir séu verri en þurrkarnir árið 1972 sem leiddu til þess að yfir 25 milljón manns lentu á vergangi og þúsundir létust. Víða er yfirvofandi uppskerubrestur og í framhaldi af honum fæðuskortur og hungur.

Ástæða hitabylgjunnar er veðurfyrirbærið El Nino sem er heiti yfir breytingar á staðvindum í Kyrrahafinu sem valda óvenju háum sjávarhita við miðbaug. Við El Nino ár, þá minnkar úrkoman í Indónesíu, Ástralíu og Indlandi, á sama tíma og úrkoma eykst í Suður-Ameríku og hluta Bandaríkjanna. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...