Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Grísakóteletturnar sem um ræðir, Lúxus grísakótelettur
Mynd / Krónan
Fréttir 13. júlí 2018

Grunur um salmonellu í spænsku svínakjöti

Höfundur: Bjarni Rúnars
Matvælastofnun hefur sent frá sér viðvörun vegna gruns um salmonellusmit í Lúxus grísakótelettum frá Krónunni. Salmonella greindist í einu sýni og hefur Krónan ákveðið að bregðast við því og innkalla Lúxus grísakótelettur, bæði ókryddaðar og kryddaðar. Er það gert í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.
 
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að eftirfarandi auðkenni sé á vörunni:
 
Vörumerki: Krónan
Vöruheiti: Lúxus grísakótelettur úrb., Lúxus grísakótelettur ítölsk marinering, Lúxus grísakótelettur New York
Síðasti notkunardagur: Allar dagsetningar
Geymsluskilyrði: Kælivara
Upprunaland kjöts: Spánn
Innflytjandi: Krónan ehf., Skarfagörðum 2, 104 Reykjavík
Framleiðandi: Krónan ehf.
Dreifing: Verslanir Krónunnar um land allt
 
Þá kemur jafnfram fram í tilkynningunni að neytendur geti skilað viðkomandi vörum í næstu verslun Krónunnar og fengið þær endurgreiddar. Tekið er fram að frekari rannsókna sé þörf til að staðfesta greininguna.
 
Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga hafa undanfarið staðið fyrir skimun á kjöti á markaði þar sem tekin eru sýni úr innlendu og erlendu kjöti. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna sér um sýnatökuna og fer hún fram hjá smásölum. 
Í skimuninni er einkum skimað eftir eftirfarandi atriðum:
 
Salmonellu í svínakjöti.
Kampýlóbakter og salmonellu í alifuglakjöti.
Shigatoxin myndandi E. coli (STEC) í nautagripakjöti.
Shigatoxín myndandi E. coli (STEC) í kjöti af sauðfé (lambakjöt og kjöt af fullorðnu fé). 

 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...