Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áhugahópur um plastpokalaust samfélag á Blönduósi útbýr fjölnota burðarpoka, sá þúsundasti var saumaður nýverið.
Áhugahópur um plastpokalaust samfélag á Blönduósi útbýr fjölnota burðarpoka, sá þúsundasti var saumaður nýverið.
Fréttir 23. apríl 2018

Hafa saumað þúsund fjölnotapoka

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Áhugahópur um plastpokalaust samfélag á Blönduósi hefur staðið fyrir verkefni sem miðar að því að útbúa fjölnota burðarpoka. Nú fyrir skömmu náðist sá árangur í verkefninu að þúsundasti fjölnota pokinn var saumaður.
 
Bæjarbúar hafa tekið verkefninu mjög vel og verið viljugir að gefa efni og að nýta sér pokana í Kjörbúðinni svo ekki sé nú talað um vinnuframlag þeirra sem setið hafa við að sauma pokana, segir um verkefnið á vefnum huni.is.
 
Verkefnið á Blönduósi hefur einnig fengið jákvæða umfjöllun utan svæðisins og er það afar hvetjandi fyrir aðstandendur þess. Minnt er á að nauðsynlegt er að skila pokunum aftur í Kjörbúðina eftir að þeir hafa verið fengnir að láni til þess að hringrásin virki eins og til er ætlast. 
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...